Innlent

Leitin enn engan árangur borið - Halda áfram þegar veður leyfir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Mathias Markus.
Christian Mathias Markus.
Um átta leytið í kvöld lauk leit að þýska ferðamanninum sem leitað hefur verið að síðan í gær.

Lögreglan á Vestfjörðum, björgunarsveitir í Vesturbyggð, og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa síðastliðin sólahring leitað þýsks ferðamanns á og við Látrabjarg.

Maðurinn heitir Christian Mathias Markus og er fæddur 11. október 1980. Fjölskylda mannsins í þýskalandi fór að óttast um Christian á laugardaginn og hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið.

Veður til leitar var afleitt á köflum í dag og bar hún engan árangur. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í ljósi þess að veðurhorfur fyrir næstu daga séu slæmar verði gert hlé á leitinni og henni haldið áfram þegar aðstæður lagast.

Maðurinn var einn á ferð og var á bílaleigubíl sem fannst mannlaus við Látrabjarg í gær.

Lögreglu hafa ekki borist neinar vísbendingar um afdrif mannsins, sem heitir Christian Mathias Markus. Lögregla telur ekki að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti.


Tengdar fréttir

Leit að hefjast á ný að þýska ferðamanninum

Leit hefst aftur í birtingu að þrítugum þýskum ferðamanni á Látrabjargi á Vestfjörðum og þar í kring, en síðast sást til hans á fimmtudag, þegar hann fór frá Hótelinu í Breiðuvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×