Innlent

Þýski ferðamaðurinn enn ófundinn - Hlé gert á leitinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Mathias Markus.
Christian Mathias Markus.
Lögreglan á Vestfjörðum, björgunarsveitir í Vesturbyggð, og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu nú síðdegis að þýskum ferðamanni á og við Látrabjarg og er hann enn ófundinn.

Þyrla landhelgisgæslunnar flaug vestur síðdegis í dag en leit hefur nú verið hætt í bili og hefst á ný í fyrramálið. Þetta staðfestir lögreglumaður á Vestfjörðum í samtali við fréttastofu. Maðurinn heitir Christian Mathias Markus og er fæddur 11. október 1980.

Fjölskylda mannsins í þýskalandi fór að óttast um Christian á laugardaginn og hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið.

Síðast sást til Christians yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september. Hann var einn á ferð, ók bílaleigubifreið af gerðinni Suzuki Grand Vitara. Sú bifreið fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg nú í morgun.

Ekki er talið að hvarf Christians hafi borið að með saknæmum hætti. Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september sl. þá óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450 3730 eða 112.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×