Erlent

Heilbrigðisráðherra Líberíu í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bernice Dahn, heilbrigðisráðherra Líberíu, setti sjálfa sig í sóttkví í dag eftir að aðstoðarmaður hennar lést vegna ebólu veirunnar. Sjálf segist hún ekki sýna nein einkenni en hún vill taka allar varúðarráðstafanir.

BBC segir frá því að hún verði í sóttkví í 21 dag og hefur hún skipað öðru starfsfólki að gera slíkt hið sama.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að rúmlega þrjú þúsund manns hafi látist vegna veirunnar í Vestur-Afríku. Þar af hafi 1.830 látið lífið í Líberíu, en síðust tvo daga hafa 180 manns dáið.

Heilbrigðisstarfsmenn eru í sérstaklega mikilli hættu á að smitast af veirunni. 375 þeirra hafa smitast í Líberíu, Gíneu og í Síerra Leóne og hingað til hafa 211 þeirra dáið.


Tengdar fréttir

Höfuðborg Sierra Leóne eins og draugabær

Þriggja daga útgöngubann hófst í landinu í gær til að reyna að sporna við útrbreiðslu Ebólunnar sem hefur dregið rúmlega 2600 manns til dauða á árinu,

Vara við fjölgun ebólusmitaðra

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir mögulegt að 1,4 milljónir manna muni hafa fengið ebólu í janúar.

Útgöngubanni aflétt í Sierra Leone

Þriggja daga útgöngubannni sem sett var á í Afríkuríkinu Sierra Leone vegna ebólufaraldursins sem þar geisar er lokið. Yfirvöld segja að bannið hafi skilað árangri og að það verði ekki framlengt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×