Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 10:54 Ingvar Jónsson ætlar að spila á laugardaginn. vísir/daníel Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45