Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 10:54 Ingvar Jónsson ætlar að spila á laugardaginn. vísir/daníel Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45