Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 10:54 Ingvar Jónsson ætlar að spila á laugardaginn. vísir/daníel Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45