Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Blikar slógu metið Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 14. september 2014 00:01 Eyjamenn áttu slakan leik í síðustu umferð og töpuðu 3-0 fyrir Val. Vísir/Stefán Eyjamenn og Blikar gerðu 1-1 jafntefli, á Hásteinsvelli í dag. Brynjar Gauti Guðjónsson kom Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Damir Muminovic jafnaði fyrir Blika í þeim síðari. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar með 20 stig. Mikill vindur var á annað markið og sóttu Eyjamenn á það mark í fyrri hálfleik. Blikar virtust vera hræddir að spila boltanum á jörðinni og stýrðu heimamenn því leiknum. Fyrsta færi leiksins fengu þó Blikar eftir skógarhlaup markvarðar ÍBV, Abel Dhaira. Gunnleifur Gunnleifsson átti í miklum vandræðum í dag en spyrnur hans í upphafi fóru oft beint útaf vellinum. Arnar Bragi Bergsson átti skot af löngu færi sem Gunnleifur hélt ekki og var enginn annar en Brynjar Gauti Guðjónsson fyrsti maður á staðinn og skóflaði boltanum í netið. Þórarinn Ingi Valdimarsson lék á kantinum hjá Eyjamönnum í dag en hann fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklingu á miðjum vellinum. Hann hefur því fengið sex gul spjöld og fer í bann við næsta spjald. Þórarinn átti annars góðan leik í dag og sást vel hvers vegna hann var í landsliðhópnum gegn Tyrkjum. Guðjón Pétur Lýðsson tók margar aukaspyrnur í leiknum og voru flestar hættulegar. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir rataði ein slík beint á kollinn á Damir Muminovic sem skoraði með flottum skalla af stuttu færi. Valdimar Pálsson, dómari leiksins, hefur líklega átt betri leiki en í dag. Hann virtist ekki ráða við leikinn og byrjaði að spjalda í upphafi leiks og lítilsháttar brot. Hann gaf 22 aukaspyrnur í dag og spjaldaði sex leikmenn. Leiknum lauk þó með sanngjörnu 1-1 jafntefli og bæði lið því með 21 stig um miðja deild.Guðmundur Benediktsson: Datt lítið fyrir okkur „Við viljum reyndar vinna alla leiki en þetta spilaðist þannig að ég er ekkert ósáttur með þetta stig. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og það var ekki mikið sem datt fyrir okkur í þessum leik. Þess vegna ætla ég ekki að væla yfir stigi hér í Eyjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Blika, eftir jafntefli við ÍBV. „Mér fannst við hræddir við að spila boltanum, vorum með vindinn í fangið og það hafði smá áhrif. Menn virkuðu hálf hræddir og voru mikið að lyfta boltanum fram völlinn, það er erfitt,“ sagði Guðmundur um fyrri hálfleik sinna manna. „Við tókum boltann niður á grasið í seinni hálfleik og spiluðum betur. Ég er svona aðeins súr með að hafa ekki náð að pota inn öðru marki.“ Gunnleifur Gunnleifsson missti boltann fyrir fætur Brynjars Gauta í fyrsta markinu. Við spurðum Guðmund hvort hann væri ekki óánægður með það. „Ég er það klárlega, þetta gerist í leikjum. Mistökin hjá markvörðum sjást betur, þetta var skot af löngu færi sem Gulli heldur alla jafna. Við komum þó til baka og bættum fyrir það getum við sagt.“Sigurður: Vorum mun betri aðilinn „Mér fannst við vera mun betri aðilinn í leiknum. Ég vildi fá þrjú stig, við vorum komnir yfir og erum svekktir að fá á okkur ódýrt jöfnunarmark,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, sem var mjög ósáttur við að fá ekki þrjú stig í kvöld. „Við duttum í að reyna að halda þessu, ég veit ekki hvort það var það eða hvort það var komin þreyta í okkur. Við lögðum okkur fram og mættum hærra á völlinn en við höfum gert í undanförnum leikjum, mér fannst það bara ganga vel. Blikar náðu ekki að byggja upp mikið spil.“ Sigurður Ragnar talar um þreytu í sínu liði en gerir einungis eina skiptingu í kvöld. „Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir endilega. Mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum og þeir ná að jafna. Við gerðum eina skiptingu til að fríska upp á sóknarleikinn. Auðvitað vill maður heldur ekki opna allt og breyta öllu því eins og ég segi er eitt stig betra en ekkert í þessari baráttu.“ „Mér fannst hann gefa alltof mikið af spjöldum, við vorum kannski búnir að brjóta af okkur fjórum sinnum en samt komnir með þrjú spjöld. Mér fannst hann missa tökin á leiknum, en það er bara mín persónulega skoðun. Það er ekkert alltof gott að vera að tjá sig mikið um frammistöðu hans í dag,“ sagði Sigurður Ragnar um Valdimar Pálsson dómara leiksins í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Eyjamenn og Blikar gerðu 1-1 jafntefli, á Hásteinsvelli í dag. Brynjar Gauti Guðjónsson kom Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Damir Muminovic jafnaði fyrir Blika í þeim síðari. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar með 20 stig. Mikill vindur var á annað markið og sóttu Eyjamenn á það mark í fyrri hálfleik. Blikar virtust vera hræddir að spila boltanum á jörðinni og stýrðu heimamenn því leiknum. Fyrsta færi leiksins fengu þó Blikar eftir skógarhlaup markvarðar ÍBV, Abel Dhaira. Gunnleifur Gunnleifsson átti í miklum vandræðum í dag en spyrnur hans í upphafi fóru oft beint útaf vellinum. Arnar Bragi Bergsson átti skot af löngu færi sem Gunnleifur hélt ekki og var enginn annar en Brynjar Gauti Guðjónsson fyrsti maður á staðinn og skóflaði boltanum í netið. Þórarinn Ingi Valdimarsson lék á kantinum hjá Eyjamönnum í dag en hann fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklingu á miðjum vellinum. Hann hefur því fengið sex gul spjöld og fer í bann við næsta spjald. Þórarinn átti annars góðan leik í dag og sást vel hvers vegna hann var í landsliðhópnum gegn Tyrkjum. Guðjón Pétur Lýðsson tók margar aukaspyrnur í leiknum og voru flestar hættulegar. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir rataði ein slík beint á kollinn á Damir Muminovic sem skoraði með flottum skalla af stuttu færi. Valdimar Pálsson, dómari leiksins, hefur líklega átt betri leiki en í dag. Hann virtist ekki ráða við leikinn og byrjaði að spjalda í upphafi leiks og lítilsháttar brot. Hann gaf 22 aukaspyrnur í dag og spjaldaði sex leikmenn. Leiknum lauk þó með sanngjörnu 1-1 jafntefli og bæði lið því með 21 stig um miðja deild.Guðmundur Benediktsson: Datt lítið fyrir okkur „Við viljum reyndar vinna alla leiki en þetta spilaðist þannig að ég er ekkert ósáttur með þetta stig. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og það var ekki mikið sem datt fyrir okkur í þessum leik. Þess vegna ætla ég ekki að væla yfir stigi hér í Eyjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Blika, eftir jafntefli við ÍBV. „Mér fannst við hræddir við að spila boltanum, vorum með vindinn í fangið og það hafði smá áhrif. Menn virkuðu hálf hræddir og voru mikið að lyfta boltanum fram völlinn, það er erfitt,“ sagði Guðmundur um fyrri hálfleik sinna manna. „Við tókum boltann niður á grasið í seinni hálfleik og spiluðum betur. Ég er svona aðeins súr með að hafa ekki náð að pota inn öðru marki.“ Gunnleifur Gunnleifsson missti boltann fyrir fætur Brynjars Gauta í fyrsta markinu. Við spurðum Guðmund hvort hann væri ekki óánægður með það. „Ég er það klárlega, þetta gerist í leikjum. Mistökin hjá markvörðum sjást betur, þetta var skot af löngu færi sem Gulli heldur alla jafna. Við komum þó til baka og bættum fyrir það getum við sagt.“Sigurður: Vorum mun betri aðilinn „Mér fannst við vera mun betri aðilinn í leiknum. Ég vildi fá þrjú stig, við vorum komnir yfir og erum svekktir að fá á okkur ódýrt jöfnunarmark,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, sem var mjög ósáttur við að fá ekki þrjú stig í kvöld. „Við duttum í að reyna að halda þessu, ég veit ekki hvort það var það eða hvort það var komin þreyta í okkur. Við lögðum okkur fram og mættum hærra á völlinn en við höfum gert í undanförnum leikjum, mér fannst það bara ganga vel. Blikar náðu ekki að byggja upp mikið spil.“ Sigurður Ragnar talar um þreytu í sínu liði en gerir einungis eina skiptingu í kvöld. „Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir endilega. Mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum og þeir ná að jafna. Við gerðum eina skiptingu til að fríska upp á sóknarleikinn. Auðvitað vill maður heldur ekki opna allt og breyta öllu því eins og ég segi er eitt stig betra en ekkert í þessari baráttu.“ „Mér fannst hann gefa alltof mikið af spjöldum, við vorum kannski búnir að brjóta af okkur fjórum sinnum en samt komnir með þrjú spjöld. Mér fannst hann missa tökin á leiknum, en það er bara mín persónulega skoðun. Það er ekkert alltof gott að vera að tjá sig mikið um frammistöðu hans í dag,“ sagði Sigurður Ragnar um Valdimar Pálsson dómara leiksins í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira