Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fram 4-2 | FH sigur í fjörugum leik Anton Ingi Leifsson á Kaplakrikavelli skrifar 21. september 2014 00:01 FH náði þriggja stiga forystu í Pepsi-deild karla með sigri á Fram í ansi fjörugum leik. Sex mörk voru skoruð í úrhellisrigningu í Krikanum. Leikurinn var fjörugur, en FH-ingar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Atli Guðnason var frábær í leiknum og mataði félaga sína hvað eftir annað. Fyrsta markið var ekki lengi að koma en það kom eftir einungis þrjár mínútru þegar Atli Guðnason skoraði eftir sendingu frá Steven Lennon. Atli skaut að marki, Denis varði, en tók sjálfur frákastið og skoraði. Hvítklæddir heimamenn voru í miklu stuði í byrjun og voru búnir að tvöfalda forystuna þegar fjórtán mínútur voru liðnar en þar var að verki Emil Pálsson. Heimamenn voru með öll völd í leiknum og voru líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Framarar að minnka muninn. Veðrið gerði báðum liðum algjöran óleik, en í Krikanum var trylltur vindur og úrhellisrigning. Vindurinn var þó ekkert sérstaklega á annað markið, heldur meira þvert fyrir allan völlinn. Staðan var 2-0 þegar rennblautir leikmenn gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var mikið um fjör. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að pressa heimamenn og uppskáru mark á 56. mínútu þegar Orri Gunnarsson skoraði eftir laglegt spil. Stuttu síðar vildu þeir fá víti en Vilhjálmur Alvar, dómari, lét sér fátt um finnast. FH-ingar geystust svo í sókn og þar voru fyrrum Framararnir Steven Lennon og Sam Hewson sem bjuggu til mark FH. Gestirnir voru þó alls ekki hættir og minnkuðu muninn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Fimm marka leikur í Krikanum og nægur tími til stefnu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki, en það tókst ekki og eins sterkt lið og FH-refsar.Heimir Guðjónsson var nýbúinn að senda markahrókinn Atla Viðar Björnsson inná sem skoraði eftir hörmuleg mistök í vörn Framara og leik lokið. Lokatölur 4-2. Framarar geta sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru arfadaprir í upphafi fyrri hálfleiks og gáfu FH tvö mörk í upphafi leiks. Eftir það komu þeir til baka og áttu nokkrar skemmtilegar sóknir og fína takta. FH-ingar hafa oft spilað betur, en stigin þrjú er það sem skiptir máli í þessum fótbolta.Heimir: Var of lengi að bregðast við „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. „Í síðari hálfleik hægðist á þessu hjá okkur og eftir að þeir breyttu í 4-4-2 var ég bara of lengi að bregðast við, en kredit á Fram-liðið. Þeir héldu áfram allan leikinn og létu okkur hafa fyrir þessu." „Það voru forsendur fyrir því að klára þennan leik í fyrri hálfleik, en þeir komu til baka og áttu góða spretti. Við lentum bara í vandræðum." „Í Kaplakrika er það þannig að þótt það sé vont veður í kringum völlinn þá er oft beta veður niðri á vellinum." „Það eru bara tveir gífurlega erfiðir leikir framundan og fyrst er það Valur á sunnudag," sagði Heimir að lokum.Bjarni: Hér er erfitt að dæma „Á tíma var eins og við værum að klóra okkur aftur inn í þetta, en við byrjun leikinn skelfilega og færum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram í leikslok. „Það er erfitt á móti liði eins og FH. Þeir eru með hörkusterkt lið og þeir refsa fyrir mistök andstæðinga. Við unnum okkur þá ágætlega inn í leikinn og síðari hálfleikurinn var mikið betri." „Ég sagði eitthverntímann að ég ætlaði ekki að hrósa mönnum fyrir að leggja sig fram og ég ætla ekki að breyta því núna." „Þetta var klárt víti, en hér er erfitt að dæma. Við áttum að fá víti líka í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinn stóð inni í vítateignum og hálf treyjan var farin af honum, en dómarinn horfði á það og dæmdi ekkert." „Hér er erfitt að koma sem útilið og greinilega erfitt að koma einnig sem dómari." „Fyrsta markið hjá okkur byrjaði niðri á hornfána hjá okkur og við spilum okkur upp allan völlinn og endar með frábæru marki. Menn geta varist, en hugurinn þarf að fylgja og það þarf allt að smella." „Það eru tveir leikir eftir og næst er það Stjarnan. Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í klukkutíma í fyrri leiknum í Laugardal. Þeir eru að berjast á toppnum, en við þurfum að fara þangað og ná í eitt stig, helst vinna og sjá það hvert það tekur okkur," sagði Bjarni Guðjónsson í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
FH náði þriggja stiga forystu í Pepsi-deild karla með sigri á Fram í ansi fjörugum leik. Sex mörk voru skoruð í úrhellisrigningu í Krikanum. Leikurinn var fjörugur, en FH-ingar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Atli Guðnason var frábær í leiknum og mataði félaga sína hvað eftir annað. Fyrsta markið var ekki lengi að koma en það kom eftir einungis þrjár mínútru þegar Atli Guðnason skoraði eftir sendingu frá Steven Lennon. Atli skaut að marki, Denis varði, en tók sjálfur frákastið og skoraði. Hvítklæddir heimamenn voru í miklu stuði í byrjun og voru búnir að tvöfalda forystuna þegar fjórtán mínútur voru liðnar en þar var að verki Emil Pálsson. Heimamenn voru með öll völd í leiknum og voru líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Framarar að minnka muninn. Veðrið gerði báðum liðum algjöran óleik, en í Krikanum var trylltur vindur og úrhellisrigning. Vindurinn var þó ekkert sérstaklega á annað markið, heldur meira þvert fyrir allan völlinn. Staðan var 2-0 þegar rennblautir leikmenn gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var mikið um fjör. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að pressa heimamenn og uppskáru mark á 56. mínútu þegar Orri Gunnarsson skoraði eftir laglegt spil. Stuttu síðar vildu þeir fá víti en Vilhjálmur Alvar, dómari, lét sér fátt um finnast. FH-ingar geystust svo í sókn og þar voru fyrrum Framararnir Steven Lennon og Sam Hewson sem bjuggu til mark FH. Gestirnir voru þó alls ekki hættir og minnkuðu muninn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Fimm marka leikur í Krikanum og nægur tími til stefnu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki, en það tókst ekki og eins sterkt lið og FH-refsar.Heimir Guðjónsson var nýbúinn að senda markahrókinn Atla Viðar Björnsson inná sem skoraði eftir hörmuleg mistök í vörn Framara og leik lokið. Lokatölur 4-2. Framarar geta sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru arfadaprir í upphafi fyrri hálfleiks og gáfu FH tvö mörk í upphafi leiks. Eftir það komu þeir til baka og áttu nokkrar skemmtilegar sóknir og fína takta. FH-ingar hafa oft spilað betur, en stigin þrjú er það sem skiptir máli í þessum fótbolta.Heimir: Var of lengi að bregðast við „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. „Í síðari hálfleik hægðist á þessu hjá okkur og eftir að þeir breyttu í 4-4-2 var ég bara of lengi að bregðast við, en kredit á Fram-liðið. Þeir héldu áfram allan leikinn og létu okkur hafa fyrir þessu." „Það voru forsendur fyrir því að klára þennan leik í fyrri hálfleik, en þeir komu til baka og áttu góða spretti. Við lentum bara í vandræðum." „Í Kaplakrika er það þannig að þótt það sé vont veður í kringum völlinn þá er oft beta veður niðri á vellinum." „Það eru bara tveir gífurlega erfiðir leikir framundan og fyrst er það Valur á sunnudag," sagði Heimir að lokum.Bjarni: Hér er erfitt að dæma „Á tíma var eins og við værum að klóra okkur aftur inn í þetta, en við byrjun leikinn skelfilega og færum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram í leikslok. „Það er erfitt á móti liði eins og FH. Þeir eru með hörkusterkt lið og þeir refsa fyrir mistök andstæðinga. Við unnum okkur þá ágætlega inn í leikinn og síðari hálfleikurinn var mikið betri." „Ég sagði eitthverntímann að ég ætlaði ekki að hrósa mönnum fyrir að leggja sig fram og ég ætla ekki að breyta því núna." „Þetta var klárt víti, en hér er erfitt að dæma. Við áttum að fá víti líka í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinn stóð inni í vítateignum og hálf treyjan var farin af honum, en dómarinn horfði á það og dæmdi ekkert." „Hér er erfitt að koma sem útilið og greinilega erfitt að koma einnig sem dómari." „Fyrsta markið hjá okkur byrjaði niðri á hornfána hjá okkur og við spilum okkur upp allan völlinn og endar með frábæru marki. Menn geta varist, en hugurinn þarf að fylgja og það þarf allt að smella." „Það eru tveir leikir eftir og næst er það Stjarnan. Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í klukkutíma í fyrri leiknum í Laugardal. Þeir eru að berjast á toppnum, en við þurfum að fara þangað og ná í eitt stig, helst vinna og sjá það hvert það tekur okkur," sagði Bjarni Guðjónsson í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira