Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Kristinn Ásgeir Gylfason á Vodavone-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 Vísir/Stefán Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira