Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Kristinn Ásgeir Gylfason á Vodavone-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 Vísir/Stefán Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira