Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-3 | ÍBV missti niður unninn leik Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. Það var greinilegt í upphafi leiks að KR hafði að engu að keppa og að ÍBV væri að berjast fyrir sæti sínu í Pepsí deildinni. Leikmenn ÍBV börðust eins og ljón og létu finna verulega fyrir sér á meðan KR voru lengi að komast í takt við leikinn. Það var hávaða rok og setti vindurinn töluverðan svip á leikinn. Baráttan varð ofan á og lítið um fallegt spil lengi vel.Jonathan Glenn kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins en Gary Martin jafnaði fyrri KR einni mínútu fyrir hálfleik eftir frábæra fyrirgjöf Hauks Heiðars Haukssonar. Staðan í hálfleik var 1-1. Glenn skoraði annað mark sitt á tíundu mínútu seinni hálfleiks og var það í glæsilegri kantinum. Gunnar Þorsteinsson gaf fyrirgjöf frá hægri á Glenn sem skoraði með föstu skoti eftir bakfallsspyrnu. Eitt af fallegustu mörkum sumarsins og það í rokinu. Gunnar Þorsteinsson skoraði sjálfur þriðja mark ÍBV þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum og ÍBV virtist ætla að tryggja sér mikilvægan sigur en þá vaknaði KR. KR lék mjög vel síðustu tuttugu mínútur leiksins. Liðið sótti án afláts og pressaði hátt. KR-ingar fundu hungrið sem sárlega vantaði lengi vel. Gary Martin var fyrir leikinn með tveimur mörkum minna en Jonathan Glenn í baráttunni um markakóngstitilinn og hélt Martin í horfinu þegar hann minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok. Martin gerði allt hvað hann gat til að ná þriðja markinu en það var félagi hans í framlínunni Emil Atlason sem skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok. KR komst nær því að tryggja sér sigurinn en ÍBV hélt stiginu sem gæti reynst mikilvægt þegar uppi verður staðið í byrjun október. ÍBV er í 8. sæti með 22 stig, fjórum stigum meira en Fram í 11. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. KR er í þriðja sæti og ljóst að þar mun liðið ljúka leik í sumar. Óskar Örn: Ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu„Það varð einhver vakning þegar við lentum 3-1 undir og þá fóru menn upp á tærnar og settum tempó í þetta. Við áttum að klára þennan leik eftir að við jöfnuðum,“ sagði Óskar Örn Hauksson leikmaður KR. „Þetta hefur vantað í sumar, keyrslu á þetta. Ég var ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu mínútur leiksins. Ég er ánægður með jafntefli úr því sem komið var. „Veðrið var eins og það var en við erum búnir að tala um þetta og ætlum að klára þetta mót eins og menn. Við ætluðum að vinna þennan leik og erum ekki sáttir en að ná stigi eftir að lenda 3-1 undir þegar það eru tuttugu mínútur eftir, við tökum það með í næsta leik,“ sagði Óskar sem segir KR-inga ákveðna í að láta leikinn frá því fyrir tveimur árum ekki endurtaka sig þegar KR gafst hreinlega upp í síðustu umferðunum. „Þá drulluðum við upp á bak í lokin þegar það fjaraði undan titlinum hjá okkur. Við erum meðvitaðir um það og ætlum ekki að láta það gerast í ár.“ Sigurður Ragnar: Líður eins og við höfum tapað„Við vorum komnir í frábæra stöðu til að vinna leikinn. Okkur líður svolítið eins og við höfum tapað þó við höfum fengið eitt mjög mikilvægt stig í baráttunni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV. „Þegar maður er 3-1 yfir og það er langt liðið inn í seinni hálfleikinn þá vill maður auðvitað taka öll stigin. Því miður tókst það ekki. „Við erum mest að spá í okkur sjálfa og eigum tvo mjög erfiða leiki eftir sem við ætlum að nálgast sem úrslitaleiki og taka eins mörg stig og við getum. Vonandi dugar það til að við spilum í Pepsí deildinni næsta sumar. „Við viljum auðvitað enda sem efst í deildinni. Liðið lenti í sjötta sæti í fyrra og við eigum fulla möguleika á að ná því aftur. Hvert stig telur og sérstaklega þegar þú kemur á erfiðan útivöll eins og KR-völlinn,“ sagði Sigurður Ragnar sem notað enga skiptingu í dag þrátt fyrir að það lægi á liðinu er leið á seinni hálfleikinn. „Mér fannst liðið mitt spila það vel og mér fannst gott jafnvægi á liðinu en við misstum þetta aðeins í restina og þá setti KR okkur undir mjög mikla pressu. Það varð of auðvelt fyrir þá að gefa fyrirgjafir inn í boxið okkar. Við þurfum að fara betur yfir hvernig við verjumst því,“ sagði Sigurður Ragnar sem sparaði ekki lofið á annað mark Jonathan Glenn í leiknum. „Ég held að þetta sé mark ársins. Það var ótrúlega vel gert hjá Jonathan. Hann er að kóróna frábæra spilamennsku í sumar. Mér finnst þetta besti senter landsins. Ég sagði það strax frá byrjun þó það hafi ekki allir haft trú á því en hann er virkilega að sýna það, kominn með 12 mörk í deildinni og þrjú í bikarnum. „Það er frábært þegar hann skorar mörk en hann verður í banni í næsta leik og mun ekki skora þá en vonandi nær hann að setja fleiri í síðasta leiknum,“ sagði Sigurður Ragnar en Glenn á tvö mörk á næstu menn í baráttunni um markakóngstitilinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. Það var greinilegt í upphafi leiks að KR hafði að engu að keppa og að ÍBV væri að berjast fyrir sæti sínu í Pepsí deildinni. Leikmenn ÍBV börðust eins og ljón og létu finna verulega fyrir sér á meðan KR voru lengi að komast í takt við leikinn. Það var hávaða rok og setti vindurinn töluverðan svip á leikinn. Baráttan varð ofan á og lítið um fallegt spil lengi vel.Jonathan Glenn kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins en Gary Martin jafnaði fyrri KR einni mínútu fyrir hálfleik eftir frábæra fyrirgjöf Hauks Heiðars Haukssonar. Staðan í hálfleik var 1-1. Glenn skoraði annað mark sitt á tíundu mínútu seinni hálfleiks og var það í glæsilegri kantinum. Gunnar Þorsteinsson gaf fyrirgjöf frá hægri á Glenn sem skoraði með föstu skoti eftir bakfallsspyrnu. Eitt af fallegustu mörkum sumarsins og það í rokinu. Gunnar Þorsteinsson skoraði sjálfur þriðja mark ÍBV þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum og ÍBV virtist ætla að tryggja sér mikilvægan sigur en þá vaknaði KR. KR lék mjög vel síðustu tuttugu mínútur leiksins. Liðið sótti án afláts og pressaði hátt. KR-ingar fundu hungrið sem sárlega vantaði lengi vel. Gary Martin var fyrir leikinn með tveimur mörkum minna en Jonathan Glenn í baráttunni um markakóngstitilinn og hélt Martin í horfinu þegar hann minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok. Martin gerði allt hvað hann gat til að ná þriðja markinu en það var félagi hans í framlínunni Emil Atlason sem skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok. KR komst nær því að tryggja sér sigurinn en ÍBV hélt stiginu sem gæti reynst mikilvægt þegar uppi verður staðið í byrjun október. ÍBV er í 8. sæti með 22 stig, fjórum stigum meira en Fram í 11. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. KR er í þriðja sæti og ljóst að þar mun liðið ljúka leik í sumar. Óskar Örn: Ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu„Það varð einhver vakning þegar við lentum 3-1 undir og þá fóru menn upp á tærnar og settum tempó í þetta. Við áttum að klára þennan leik eftir að við jöfnuðum,“ sagði Óskar Örn Hauksson leikmaður KR. „Þetta hefur vantað í sumar, keyrslu á þetta. Ég var ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu mínútur leiksins. Ég er ánægður með jafntefli úr því sem komið var. „Veðrið var eins og það var en við erum búnir að tala um þetta og ætlum að klára þetta mót eins og menn. Við ætluðum að vinna þennan leik og erum ekki sáttir en að ná stigi eftir að lenda 3-1 undir þegar það eru tuttugu mínútur eftir, við tökum það með í næsta leik,“ sagði Óskar sem segir KR-inga ákveðna í að láta leikinn frá því fyrir tveimur árum ekki endurtaka sig þegar KR gafst hreinlega upp í síðustu umferðunum. „Þá drulluðum við upp á bak í lokin þegar það fjaraði undan titlinum hjá okkur. Við erum meðvitaðir um það og ætlum ekki að láta það gerast í ár.“ Sigurður Ragnar: Líður eins og við höfum tapað„Við vorum komnir í frábæra stöðu til að vinna leikinn. Okkur líður svolítið eins og við höfum tapað þó við höfum fengið eitt mjög mikilvægt stig í baráttunni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV. „Þegar maður er 3-1 yfir og það er langt liðið inn í seinni hálfleikinn þá vill maður auðvitað taka öll stigin. Því miður tókst það ekki. „Við erum mest að spá í okkur sjálfa og eigum tvo mjög erfiða leiki eftir sem við ætlum að nálgast sem úrslitaleiki og taka eins mörg stig og við getum. Vonandi dugar það til að við spilum í Pepsí deildinni næsta sumar. „Við viljum auðvitað enda sem efst í deildinni. Liðið lenti í sjötta sæti í fyrra og við eigum fulla möguleika á að ná því aftur. Hvert stig telur og sérstaklega þegar þú kemur á erfiðan útivöll eins og KR-völlinn,“ sagði Sigurður Ragnar sem notað enga skiptingu í dag þrátt fyrir að það lægi á liðinu er leið á seinni hálfleikinn. „Mér fannst liðið mitt spila það vel og mér fannst gott jafnvægi á liðinu en við misstum þetta aðeins í restina og þá setti KR okkur undir mjög mikla pressu. Það varð of auðvelt fyrir þá að gefa fyrirgjafir inn í boxið okkar. Við þurfum að fara betur yfir hvernig við verjumst því,“ sagði Sigurður Ragnar sem sparaði ekki lofið á annað mark Jonathan Glenn í leiknum. „Ég held að þetta sé mark ársins. Það var ótrúlega vel gert hjá Jonathan. Hann er að kóróna frábæra spilamennsku í sumar. Mér finnst þetta besti senter landsins. Ég sagði það strax frá byrjun þó það hafi ekki allir haft trú á því en hann er virkilega að sýna það, kominn með 12 mörk í deildinni og þrjú í bikarnum. „Það er frábært þegar hann skorar mörk en hann verður í banni í næsta leik og mun ekki skora þá en vonandi nær hann að setja fleiri í síðasta leiknum,“ sagði Sigurður Ragnar en Glenn á tvö mörk á næstu menn í baráttunni um markakóngstitilinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira