Falcao er nýstiginn upp úr krossbandsslitum sem héldu honum frá keppni á HM í sumar, en þessi öflugi framherji verður á láni fyrstu leiktíðina á Old Trafford, að því breskir miðlar halda fram.
Arsenal er að fá Danny Welbeck, að því fram kom í frétt Sky Sports fyrr í dag, og nú virðist annar framherja mögulega vera á leið á Emirates-völlinn.
Hollenska dagblaðið Jung Welt greinir frá því að Arsenal ætli að borga Schalke 12,75 milljóna punda riftunarverð hollenska landsliðsmannsins Klaas-Jan Hunterlaar.
Huntelaar hefur spilað 101 leik fyrir Schalke í þýsku 1. deildinni og skorað 60 mörk. Þá hefur hann skorað 35 mörk í 65 landsleikjum.
Radamel Falcao has arrived at Man Utd's Carrington training base. (Source: M.E.N.) pic.twitter.com/2BqV5Wa8mM
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 1, 2014