Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 2-2 | Ellefta jafntefli Breiðabliks Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 Vísir/Daníel Breiðablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það tók liðin nokkurn tíma að fá einhvern takt í sinn leik þó veðrið hafi ekki sett stórkostlegan lit á leikinn. Leikurinn var mjög hægur framan af en liðin hresstust þó er leið á fyrri hálfleik. Fylkir komst yfir á 40. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði með skalla en leikmenn Breiðabliks gátu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki farið með að minnsta kosti jafna stöðu inn í hálfleik því liðið fékk fjölda dauðafæra bæði áður og eftir að Fylkir skoraði. Breiðablik var mun meira með boltann og sótti meira í leiknum þó Fylkismenn hafi alltaf verið hættulegir í skyndisóknum sínum. Það tók Breiðablik aðeins átta mínútur í seinni hálfleik að jafna metin og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka komust heimamenn yfir. Fylkir jafnaði þó strax eftir að liðið tók miðju og voru loka mínútur leiksins æsilegar. Bæði lið vildu öll stigin og fengu færi til að skora meira en Fylkir fékk besta færið undir lokin sem Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks varði. Breiðablik hefur nú gert ellefu jafntefli í átján leikjum. Spilamennska liðsins var á löngum köflum góð í kvöld og fékk liðið færi til að vinna leikinn. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í leik Fylkis seinni hluta tímabilsins en liðið hefur nú leikið fimm leiki án þess að tapa og er langt komið með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik sem er í sjöunda sæti. Fjölnir er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar Örn: Stutt í botninn og Evrópusæti„Það var fínt að skora en leiðinlegt að geta ekki stolið sigrinum. Það var gott að ná að jafna en þetta er hálf súrsætt,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld en hann er alinn upp hjá Breiðabliki. „Við misstum þetta niður og héldum að við værum að fara að tapa en svo komum við til baka sterkir og það var karakter yfir því. „Með smá heppni hefðum við getað stolið þremur stigum en þeir voru sterkir í kvöld og þetta var járn í járn. „Það ætlaði allt um koll að keyra á tímabili. Það voru allir brjálaðir í dómaranum sem átti ágætis leik en við vildum fá aukaspyrnu í fyrsta markinu þeirra og erum svekktir með það. „Við þurfum alltaf að vera á tánum. Það er bæði stutt í botninn og stutt upp í Evrópusæti,“ sagði Gunnar Örn að lokum um stöðu Fylkis í deildinni. Guðmundur Benediktsson: Erum að berjast fyrir lífi okkar„Við erum að gera of mörg jafntefli. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum frá því að ég tók við og það erum við ánægðir með og það er erfitt að spila á móti okkur en því miður þá dettur þetta ekki alveg með okkur í allt of mörgum leikjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Það hefur áhrif að þurfa að breyta aðeins í öftustu línu. Það er ekki eitthvað sem við kjósum. Svo þurftum við að gera aftur breytingu vegna meiðsla seinna í leiknum. Auðvitað getur það gert hlutina flóknari en það á ekki að hafa áhrif,“ sagði Guðmundur um að hafa þurft að gera breytingu á liði sínu snemma leiks vegna meiðsla. „Við spiluðum mjög vel heilt yfir í fyrri hálfleik. Það var með ólíkindum að við værum ekki búnir að skora mark eða mörk í fyrri hálfleiknum. Svo fáum við eitt í andlitið. „Þetta jöfnunarmark þeirra á svo ekki að sjást í neinum fótbolta að mínu mati. Þetta var eins barnalegt og það verður. „Þeir lyftu boltanum út til vinstri og í stað þess að gera árás á boltann þá dettur hann fyrir þá og svo eiga þeir skot sem fer í varnarmann og í markið. Það var eins ódýrt og það verður,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í þessari deild. Við förum næst til Eyja og það verður hörku leikur, það er klárt mál. Við erum að berjast fyrir lífi okkar, það er ekki flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Breiðablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það tók liðin nokkurn tíma að fá einhvern takt í sinn leik þó veðrið hafi ekki sett stórkostlegan lit á leikinn. Leikurinn var mjög hægur framan af en liðin hresstust þó er leið á fyrri hálfleik. Fylkir komst yfir á 40. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði með skalla en leikmenn Breiðabliks gátu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki farið með að minnsta kosti jafna stöðu inn í hálfleik því liðið fékk fjölda dauðafæra bæði áður og eftir að Fylkir skoraði. Breiðablik var mun meira með boltann og sótti meira í leiknum þó Fylkismenn hafi alltaf verið hættulegir í skyndisóknum sínum. Það tók Breiðablik aðeins átta mínútur í seinni hálfleik að jafna metin og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka komust heimamenn yfir. Fylkir jafnaði þó strax eftir að liðið tók miðju og voru loka mínútur leiksins æsilegar. Bæði lið vildu öll stigin og fengu færi til að skora meira en Fylkir fékk besta færið undir lokin sem Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks varði. Breiðablik hefur nú gert ellefu jafntefli í átján leikjum. Spilamennska liðsins var á löngum köflum góð í kvöld og fékk liðið færi til að vinna leikinn. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í leik Fylkis seinni hluta tímabilsins en liðið hefur nú leikið fimm leiki án þess að tapa og er langt komið með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik sem er í sjöunda sæti. Fjölnir er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar Örn: Stutt í botninn og Evrópusæti„Það var fínt að skora en leiðinlegt að geta ekki stolið sigrinum. Það var gott að ná að jafna en þetta er hálf súrsætt,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld en hann er alinn upp hjá Breiðabliki. „Við misstum þetta niður og héldum að við værum að fara að tapa en svo komum við til baka sterkir og það var karakter yfir því. „Með smá heppni hefðum við getað stolið þremur stigum en þeir voru sterkir í kvöld og þetta var járn í járn. „Það ætlaði allt um koll að keyra á tímabili. Það voru allir brjálaðir í dómaranum sem átti ágætis leik en við vildum fá aukaspyrnu í fyrsta markinu þeirra og erum svekktir með það. „Við þurfum alltaf að vera á tánum. Það er bæði stutt í botninn og stutt upp í Evrópusæti,“ sagði Gunnar Örn að lokum um stöðu Fylkis í deildinni. Guðmundur Benediktsson: Erum að berjast fyrir lífi okkar„Við erum að gera of mörg jafntefli. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum frá því að ég tók við og það erum við ánægðir með og það er erfitt að spila á móti okkur en því miður þá dettur þetta ekki alveg með okkur í allt of mörgum leikjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Það hefur áhrif að þurfa að breyta aðeins í öftustu línu. Það er ekki eitthvað sem við kjósum. Svo þurftum við að gera aftur breytingu vegna meiðsla seinna í leiknum. Auðvitað getur það gert hlutina flóknari en það á ekki að hafa áhrif,“ sagði Guðmundur um að hafa þurft að gera breytingu á liði sínu snemma leiks vegna meiðsla. „Við spiluðum mjög vel heilt yfir í fyrri hálfleik. Það var með ólíkindum að við værum ekki búnir að skora mark eða mörk í fyrri hálfleiknum. Svo fáum við eitt í andlitið. „Þetta jöfnunarmark þeirra á svo ekki að sjást í neinum fótbolta að mínu mati. Þetta var eins barnalegt og það verður. „Þeir lyftu boltanum út til vinstri og í stað þess að gera árás á boltann þá dettur hann fyrir þá og svo eiga þeir skot sem fer í varnarmann og í markið. Það var eins ódýrt og það verður,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í þessari deild. Við förum næst til Eyja og það verður hörku leikur, það er klárt mál. Við erum að berjast fyrir lífi okkar, það er ekki flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira