Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Stjarnan 2-3 | Stjarnan heldur í titilvonina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 Vísir/Stefán Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Ólafur Karl Finsen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld sem heldur áfram í Íslandsmeistaravonirnar. KR-ingar voru mikið mun betri til að byrja með og sóttu án afláts. Stjörnumenn voru hreinlega enn í Mílanó og ekki mættir til leiks. Heimamenn komust yfir í leik þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Aron Bjarki Jósepsson skoraði. Aron fékk boltann í lappirnar eftir hornspyrnu og mikið klafs en hann snéri sér við og stýrði boltanum af stuttu færi í netið. Virkilega vel gert. Eftir markið virtust Stjörnumenn vakna til lífsins. Þeir sóttu mikið næstu mínútur og fengu fjölmörg færi en náðu ekki að koma boltanum í netið fyrir hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn voru fínir til að byrja með í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin. Stjörnumenn voru ekki lengi að jafna leikinn en Veigar Páll skallaði boltann í netið eftir fimmtán mínútur í síðari hálfleiknum. Þá fékk hann frábæra sendingu úr aukaspyrnu frá Pablo Punyed og stýrði honum laglega í netið. Ólafur Karl Finsen skoraði síðan annað mark Stjörnumanna þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Garðbæingar koma alltaf til baka eins og þeir hafa sýnt í allt sumar. Þeir bláu komnir yfir. Stjörnumenn ætluðu sér greinilega að vinna leikinn. Heimamenn voru aftur á móti ekki búnar að syngja sitt síðasta og Óskar Örn Hauksson náði að jafna metin þegar korter var eftir af leiknum. Óskar lék á hvern leikmann Stjörnunnar á fætur öðrum og þrumaði boltanum í markið með hægri fæti. Spennandi lokamínútur framundan. Sigurmark beggja liða lág í loftinu og það kom. Ólafur Karl Finsen skoraði magnað mark þremur mínútum fyrir leikslok en Stjörnumenn unnu boltann á miðjum vellinum og voru allt í einu komnir tveir gegn Stefáni í markinu. Toft lagði boltann á hárréttum tíma á Ólaf sem renndi honum í autt markið. Stjarnan vann að lokum ótrúlega mikilvægan sigur en liðið er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í efsta sætinu. Rúnar: Kjartan fer líklega til Danmerkur á morgun„Þetta er nánast farið frá okkur núna, við eigum kannski einhverja stærðfræðilega möguleika,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. KR-ingar eiga litla sem enga möguleika á því að verja Íslandsmeistaratitilinn í ár. „Við vorum frábærir í fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins og hefðum raun þá átt að gera fleiri mörk. Stjarnan er með gott lið og því komu þeir sterkir til baka.“ Rúnar segir að Stjörnumenn hafi gert þeim erfitt fyrir með því að pressa KR-ingana hátt. „Mér fannst reyndar bara eitt lið á vellinum eftir að við jöfnuðum leikinn en þá gerum við skelfileg mistök sem kostuðu okkur leikinn.“ Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í dag að Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, sé á förum frá félaginu og þetta hafi jafnvel verið hans síðasti leikur í bili. „Það er mjög líklegt að það gerist á morgun að hann fari til Danmerkur. Það er ekki búið að ganga frá neinu og því ætla ég ekki að tjá mig meira um það,“ segir Rúnar. Kjartan Henry gaf ekki kost á viðtölum eftir leikinn en hann ku vera á leiðinni til danska B-deildarliðsins Horsens. Rúnar Páll: Vorum miklu betri allan leikinn„Þetta var bara flottur fótboltaleikur og mér fannst við vera miklu betri en KR-ingarnir allan leikinn,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Eftir að KR skoraði fyrsta markið í leiknum, þá fannst mér þeir aldrei sjá til sólar.“ Stjarnan tapaði gegn Inter ytra á fimmtudagskvöldið, 6-0, og féll því úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar. „Við megum ekki gleyma því að þetta Inter-ævintýri hefur hjálpað okkur mikið. Að spila á móti Inter Milan á þeirra heimavelli var frábært fyrir okkur alla, þrátt fyrir að hafa tapað 6-0.“ Rúnar segir að liðið eigi heldur betur séns á Íslandsmeistaratitlinum. „Við þurfum bara að vera fókuseraðir á þessi verkefni sem framundan eru, það eru fullt af erfiðum leikjum.“ Ólafur Karl: Flottasta mark sem ég hef skorað„Það var gaman að vinna og þetta var skemmtilegur fótboltaleikur á leiðinlegum sunnudegi,“ segir Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. Ólafur gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. „Við byrjuðum eins og við værum að bíða eftir því að fá einhvern skell á okkur en eftir það förum við í gang.“ Ólafur segir að Inter-ævintýrið hafi bara verið ógeðslega skemmtilegt. „Þessi Inter-leikur gaf okkur bara meiri orku en einhverja þreytu. Það eina sem við horfum á núna er Íslandsmeistaratitill.“ Ólafur gerði sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta var bara flottasta mark sem ég hef skorað,“ sagði Ólafur og var greinilega að grínast. „Eftir því sem markið er ljótara, því meira fagnar maður.“ Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Ólafur Karl Finsen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld sem heldur áfram í Íslandsmeistaravonirnar. KR-ingar voru mikið mun betri til að byrja með og sóttu án afláts. Stjörnumenn voru hreinlega enn í Mílanó og ekki mættir til leiks. Heimamenn komust yfir í leik þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Aron Bjarki Jósepsson skoraði. Aron fékk boltann í lappirnar eftir hornspyrnu og mikið klafs en hann snéri sér við og stýrði boltanum af stuttu færi í netið. Virkilega vel gert. Eftir markið virtust Stjörnumenn vakna til lífsins. Þeir sóttu mikið næstu mínútur og fengu fjölmörg færi en náðu ekki að koma boltanum í netið fyrir hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn voru fínir til að byrja með í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin. Stjörnumenn voru ekki lengi að jafna leikinn en Veigar Páll skallaði boltann í netið eftir fimmtán mínútur í síðari hálfleiknum. Þá fékk hann frábæra sendingu úr aukaspyrnu frá Pablo Punyed og stýrði honum laglega í netið. Ólafur Karl Finsen skoraði síðan annað mark Stjörnumanna þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Garðbæingar koma alltaf til baka eins og þeir hafa sýnt í allt sumar. Þeir bláu komnir yfir. Stjörnumenn ætluðu sér greinilega að vinna leikinn. Heimamenn voru aftur á móti ekki búnar að syngja sitt síðasta og Óskar Örn Hauksson náði að jafna metin þegar korter var eftir af leiknum. Óskar lék á hvern leikmann Stjörnunnar á fætur öðrum og þrumaði boltanum í markið með hægri fæti. Spennandi lokamínútur framundan. Sigurmark beggja liða lág í loftinu og það kom. Ólafur Karl Finsen skoraði magnað mark þremur mínútum fyrir leikslok en Stjörnumenn unnu boltann á miðjum vellinum og voru allt í einu komnir tveir gegn Stefáni í markinu. Toft lagði boltann á hárréttum tíma á Ólaf sem renndi honum í autt markið. Stjarnan vann að lokum ótrúlega mikilvægan sigur en liðið er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í efsta sætinu. Rúnar: Kjartan fer líklega til Danmerkur á morgun„Þetta er nánast farið frá okkur núna, við eigum kannski einhverja stærðfræðilega möguleika,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. KR-ingar eiga litla sem enga möguleika á því að verja Íslandsmeistaratitilinn í ár. „Við vorum frábærir í fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins og hefðum raun þá átt að gera fleiri mörk. Stjarnan er með gott lið og því komu þeir sterkir til baka.“ Rúnar segir að Stjörnumenn hafi gert þeim erfitt fyrir með því að pressa KR-ingana hátt. „Mér fannst reyndar bara eitt lið á vellinum eftir að við jöfnuðum leikinn en þá gerum við skelfileg mistök sem kostuðu okkur leikinn.“ Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í dag að Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, sé á förum frá félaginu og þetta hafi jafnvel verið hans síðasti leikur í bili. „Það er mjög líklegt að það gerist á morgun að hann fari til Danmerkur. Það er ekki búið að ganga frá neinu og því ætla ég ekki að tjá mig meira um það,“ segir Rúnar. Kjartan Henry gaf ekki kost á viðtölum eftir leikinn en hann ku vera á leiðinni til danska B-deildarliðsins Horsens. Rúnar Páll: Vorum miklu betri allan leikinn„Þetta var bara flottur fótboltaleikur og mér fannst við vera miklu betri en KR-ingarnir allan leikinn,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Eftir að KR skoraði fyrsta markið í leiknum, þá fannst mér þeir aldrei sjá til sólar.“ Stjarnan tapaði gegn Inter ytra á fimmtudagskvöldið, 6-0, og féll því úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar. „Við megum ekki gleyma því að þetta Inter-ævintýri hefur hjálpað okkur mikið. Að spila á móti Inter Milan á þeirra heimavelli var frábært fyrir okkur alla, þrátt fyrir að hafa tapað 6-0.“ Rúnar segir að liðið eigi heldur betur séns á Íslandsmeistaratitlinum. „Við þurfum bara að vera fókuseraðir á þessi verkefni sem framundan eru, það eru fullt af erfiðum leikjum.“ Ólafur Karl: Flottasta mark sem ég hef skorað„Það var gaman að vinna og þetta var skemmtilegur fótboltaleikur á leiðinlegum sunnudegi,“ segir Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. Ólafur gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. „Við byrjuðum eins og við værum að bíða eftir því að fá einhvern skell á okkur en eftir það förum við í gang.“ Ólafur segir að Inter-ævintýrið hafi bara verið ógeðslega skemmtilegt. „Þessi Inter-leikur gaf okkur bara meiri orku en einhverja þreytu. Það eina sem við horfum á núna er Íslandsmeistaratitill.“ Ólafur gerði sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta var bara flottasta mark sem ég hef skorað,“ sagði Ólafur og var greinilega að grínast. „Eftir því sem markið er ljótara, því meira fagnar maður.“
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira