Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2014 23:42 Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00
Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51