Bretar koma Jasídum til hjálpar Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2014 16:16 Bretar vörpuðu töluverðu af lífsnauðsynlegum birgðum á SInfjar fjallgarðinn. Vísir/AFP Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída sem eru föst á Sinjar fjallagarðinum í Írak. Þangað flúðu þúsundir manna, sem tilheyra fámennum minnihlutahópi í Írak, undan ofsóknum samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS). Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. Þá gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á meðlimi Íslamska ríkisins sem sækja gegna Jasídum. Farartæki og ýmiss búnaður var eyðilagður í árásunum, samkvæmt BBC. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum.Jasídar fylgja ævafornum trúarbrögðum sem meðal annars fela í sér að örkin hans Nóa hafi strandað í Sinjar fjöllunum. Bretar segjast ætla að halda áfram að koma birgðum til þeirra þar til búið sé að finna leið til að koma til hjálpar og í öruggt skjól. Um tuttugu þúsund Jasídar komust yfir til Sýrlands undir skothríð frá vígamönnum, en hermenn Kúrda vörðu þau eftir bestu getu. AP fréttaveitan segir að neyð þeirra sé svo mikil að margir haldi til í flóttamannabúðum í Sýrlandi, en borgarastyrjöld hefur lengi staðið yfir þar. Embættismaður í Sýrlandi segir AP að mörg börn hafi verið skilinn eftir sem hafi dáið úr þorsta og að mæður hafi einnig skilið eftir lifandi börn til að flýja Íslamska ríkið. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa framið mörg ódæði gagnvart minnihlutahópum í Írak og mörgum var gefinn sá úrslitakostur að snúast til Íslam eða deyja.Sinjar fjöllin bjóða ekki upp á mikil skjól gegn veðri og vindum, en allt að 150 þúsund manns hafa flúið þangað.Vísir/AFP Mið-Austurlönd Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída sem eru föst á Sinjar fjallagarðinum í Írak. Þangað flúðu þúsundir manna, sem tilheyra fámennum minnihlutahópi í Írak, undan ofsóknum samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS). Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. Þá gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á meðlimi Íslamska ríkisins sem sækja gegna Jasídum. Farartæki og ýmiss búnaður var eyðilagður í árásunum, samkvæmt BBC. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum.Jasídar fylgja ævafornum trúarbrögðum sem meðal annars fela í sér að örkin hans Nóa hafi strandað í Sinjar fjöllunum. Bretar segjast ætla að halda áfram að koma birgðum til þeirra þar til búið sé að finna leið til að koma til hjálpar og í öruggt skjól. Um tuttugu þúsund Jasídar komust yfir til Sýrlands undir skothríð frá vígamönnum, en hermenn Kúrda vörðu þau eftir bestu getu. AP fréttaveitan segir að neyð þeirra sé svo mikil að margir haldi til í flóttamannabúðum í Sýrlandi, en borgarastyrjöld hefur lengi staðið yfir þar. Embættismaður í Sýrlandi segir AP að mörg börn hafi verið skilinn eftir sem hafi dáið úr þorsta og að mæður hafi einnig skilið eftir lifandi börn til að flýja Íslamska ríkið. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa framið mörg ódæði gagnvart minnihlutahópum í Írak og mörgum var gefinn sá úrslitakostur að snúast til Íslam eða deyja.Sinjar fjöllin bjóða ekki upp á mikil skjól gegn veðri og vindum, en allt að 150 þúsund manns hafa flúið þangað.Vísir/AFP
Mið-Austurlönd Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira