Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 19:28 Gífurlega margir eru á vergangi í Írak. Vísir/AFP Kristnir prestar í Írak og Sýrlandi segja að ofsóknir IS samtakanna, Íslamska ríkisins, gegn minnihlutahópum séu orðnar að þjóðarmorði. Tugir þúsundir kristinna og annarra minnihlutahópa í norðurhluta Írak hafa þegar flúið heimili sín undan sókn IS. Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. Frá innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003 hefur kristinn minnihluti í landinu orðið fyrir auknum ofsóknum. „Nú köllum við það þjóðarmorð. Þjóðernishreinsun. Þeir eru að myrða okkar fólk í nafni Allah," segir Dawod við Guardian. Þá segir hann IS hafa það fyrir fólki að með því að drepa kristið fólk eigi það greiða leið að himnaríki. „Þeir hafa brennt kirkjur og mjög gamlar bækur. Þeir hafa skemmt krossa og styttur af Maríu mey.“ Við þetta bætir hann að IS breyti einnig kirkjum í moskur. Louis Sako, leiðtogi kaþólikka í Írak segir að um hundrað þúsund kristinna vera á flótta og biður Evrópusambandið og Bretland um að koma þeim til aðstoðar áður en það yrði of seint. Flestir sem eru á flótta hafa sett stefnuna á Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Fyrr í mánuðinum flúði mikill fjöldi fólks sem tilheyrir minnihlutahópnum Jasídar, þegar IS hertók bæinn Sinjar upp nærliggjandi fjallgarð. AP fréttaveitan segir vígamenn hafa tekið hundruð ungra kvenna höndum. Fjöldi Jasída sitja nú fastir í fjöllunum. Fólkið býr yfir fáum birgðum, en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa notast við flugvélar til að koma birgðum til þeirra.Hér má sjá yfirlit yfir stöðu mála í Írak. Kortið er þó á ensku.Vísir/GraphicNEWS Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kristnir prestar í Írak og Sýrlandi segja að ofsóknir IS samtakanna, Íslamska ríkisins, gegn minnihlutahópum séu orðnar að þjóðarmorði. Tugir þúsundir kristinna og annarra minnihlutahópa í norðurhluta Írak hafa þegar flúið heimili sín undan sókn IS. Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. Frá innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003 hefur kristinn minnihluti í landinu orðið fyrir auknum ofsóknum. „Nú köllum við það þjóðarmorð. Þjóðernishreinsun. Þeir eru að myrða okkar fólk í nafni Allah," segir Dawod við Guardian. Þá segir hann IS hafa það fyrir fólki að með því að drepa kristið fólk eigi það greiða leið að himnaríki. „Þeir hafa brennt kirkjur og mjög gamlar bækur. Þeir hafa skemmt krossa og styttur af Maríu mey.“ Við þetta bætir hann að IS breyti einnig kirkjum í moskur. Louis Sako, leiðtogi kaþólikka í Írak segir að um hundrað þúsund kristinna vera á flótta og biður Evrópusambandið og Bretland um að koma þeim til aðstoðar áður en það yrði of seint. Flestir sem eru á flótta hafa sett stefnuna á Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Fyrr í mánuðinum flúði mikill fjöldi fólks sem tilheyrir minnihlutahópnum Jasídar, þegar IS hertók bæinn Sinjar upp nærliggjandi fjallgarð. AP fréttaveitan segir vígamenn hafa tekið hundruð ungra kvenna höndum. Fjöldi Jasída sitja nú fastir í fjöllunum. Fólkið býr yfir fáum birgðum, en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa notast við flugvélar til að koma birgðum til þeirra.Hér má sjá yfirlit yfir stöðu mála í Írak. Kortið er þó á ensku.Vísir/GraphicNEWS
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira