Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2014 10:00 Vísir/AFP Forsvarsmenn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak hafa um árabil beðið stjórnvöld í Bandaríkjunum um að selja sér vopn. Beiðnum þar um hefur alltaf verið hafnað þar sem Bandaríkjamenn segjast eingöngu geta selt vopn til yfirvalda í Bagdad. Vígamenn IS samtakanna hafa unnið sigra gegn léttvopnuðum sveitum Kúrda í norðurhluta Írak á síðustu dögum. Í átökunum hafa þeir notast við mikið af vopnum og búnaði frá Bandaríkjunum. Íraski herinn hafði skilið vopnin eftir þegar hann flúði undan sókn IS. AP fréttaveitan segir vígamennina nú ógna Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins. Bandaríkin sendu 300 hernaðarráðgjafa til Írak í júní, en margir þerra halda til í Irbil. Bandaríkin hafa gert nokkrar loftárásir gegn IS á síðustu tveimur dögum, til að reyna að stöðva sókn þeirra gegn Kúrdum. Embættismenn sjálfstjórnarsvæðisins segja einnig að Bandaríkin hafi nú lofað að senda þeim vopn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast þó eingöngu útvega stjórnvöldum Írak vopn. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna sé leynilega að útvega Kúrdum vopn, en embættismenn í Bandaríkjunum vilja hvorki staðfesta það né neita. CIA neitaði að tjá sig um málið þegar AP leitaði svara. Þá hafa þær raddir sem vilja að Bandaríkin sjái Kúrdum fyrir vopnum orðið háværari á síðustu dögum. „Ef yfirvöld í Bagdad eru ekki að sjá Kúrdum fyrir þeim vopnum sem þeir þurfa, ættum við að gera það sjálfir,“ segir þingmaðurinn Adam Schiff. Hershöfðinginn Michael Barbero, sem áður stjórnaði þjálfun íraska hersins, segir að eina leiðin til að stöðva sókn IS sé að vopna öryggisveitir í Írak og Kúrda. Samt séu Bandaríkin ekki að gera neitt til að styðja báða þessa aðila. Yfirvöld í Bagdad áttu á sínum tíma að útvega Kúrdum töluvert af vopnum sem komu frá Bandaríkjunum, en þau voru aldrei send til þeirra. Kúrda hefur lengi dreymt um að stofna sjálfstætt ríki og yfirvöld í Bagdad hafa ekki viljað gefa þeim of lausan taum. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Forsvarsmenn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak hafa um árabil beðið stjórnvöld í Bandaríkjunum um að selja sér vopn. Beiðnum þar um hefur alltaf verið hafnað þar sem Bandaríkjamenn segjast eingöngu geta selt vopn til yfirvalda í Bagdad. Vígamenn IS samtakanna hafa unnið sigra gegn léttvopnuðum sveitum Kúrda í norðurhluta Írak á síðustu dögum. Í átökunum hafa þeir notast við mikið af vopnum og búnaði frá Bandaríkjunum. Íraski herinn hafði skilið vopnin eftir þegar hann flúði undan sókn IS. AP fréttaveitan segir vígamennina nú ógna Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins. Bandaríkin sendu 300 hernaðarráðgjafa til Írak í júní, en margir þerra halda til í Irbil. Bandaríkin hafa gert nokkrar loftárásir gegn IS á síðustu tveimur dögum, til að reyna að stöðva sókn þeirra gegn Kúrdum. Embættismenn sjálfstjórnarsvæðisins segja einnig að Bandaríkin hafi nú lofað að senda þeim vopn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast þó eingöngu útvega stjórnvöldum Írak vopn. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna sé leynilega að útvega Kúrdum vopn, en embættismenn í Bandaríkjunum vilja hvorki staðfesta það né neita. CIA neitaði að tjá sig um málið þegar AP leitaði svara. Þá hafa þær raddir sem vilja að Bandaríkin sjái Kúrdum fyrir vopnum orðið háværari á síðustu dögum. „Ef yfirvöld í Bagdad eru ekki að sjá Kúrdum fyrir þeim vopnum sem þeir þurfa, ættum við að gera það sjálfir,“ segir þingmaðurinn Adam Schiff. Hershöfðinginn Michael Barbero, sem áður stjórnaði þjálfun íraska hersins, segir að eina leiðin til að stöðva sókn IS sé að vopna öryggisveitir í Írak og Kúrda. Samt séu Bandaríkin ekki að gera neitt til að styðja báða þessa aðila. Yfirvöld í Bagdad áttu á sínum tíma að útvega Kúrdum töluvert af vopnum sem komu frá Bandaríkjunum, en þau voru aldrei send til þeirra. Kúrda hefur lengi dreymt um að stofna sjálfstætt ríki og yfirvöld í Bagdad hafa ekki viljað gefa þeim of lausan taum.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira