Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2014 10:00 Vísir/AFP Forsvarsmenn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak hafa um árabil beðið stjórnvöld í Bandaríkjunum um að selja sér vopn. Beiðnum þar um hefur alltaf verið hafnað þar sem Bandaríkjamenn segjast eingöngu geta selt vopn til yfirvalda í Bagdad. Vígamenn IS samtakanna hafa unnið sigra gegn léttvopnuðum sveitum Kúrda í norðurhluta Írak á síðustu dögum. Í átökunum hafa þeir notast við mikið af vopnum og búnaði frá Bandaríkjunum. Íraski herinn hafði skilið vopnin eftir þegar hann flúði undan sókn IS. AP fréttaveitan segir vígamennina nú ógna Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins. Bandaríkin sendu 300 hernaðarráðgjafa til Írak í júní, en margir þerra halda til í Irbil. Bandaríkin hafa gert nokkrar loftárásir gegn IS á síðustu tveimur dögum, til að reyna að stöðva sókn þeirra gegn Kúrdum. Embættismenn sjálfstjórnarsvæðisins segja einnig að Bandaríkin hafi nú lofað að senda þeim vopn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast þó eingöngu útvega stjórnvöldum Írak vopn. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna sé leynilega að útvega Kúrdum vopn, en embættismenn í Bandaríkjunum vilja hvorki staðfesta það né neita. CIA neitaði að tjá sig um málið þegar AP leitaði svara. Þá hafa þær raddir sem vilja að Bandaríkin sjái Kúrdum fyrir vopnum orðið háværari á síðustu dögum. „Ef yfirvöld í Bagdad eru ekki að sjá Kúrdum fyrir þeim vopnum sem þeir þurfa, ættum við að gera það sjálfir,“ segir þingmaðurinn Adam Schiff. Hershöfðinginn Michael Barbero, sem áður stjórnaði þjálfun íraska hersins, segir að eina leiðin til að stöðva sókn IS sé að vopna öryggisveitir í Írak og Kúrda. Samt séu Bandaríkin ekki að gera neitt til að styðja báða þessa aðila. Yfirvöld í Bagdad áttu á sínum tíma að útvega Kúrdum töluvert af vopnum sem komu frá Bandaríkjunum, en þau voru aldrei send til þeirra. Kúrda hefur lengi dreymt um að stofna sjálfstætt ríki og yfirvöld í Bagdad hafa ekki viljað gefa þeim of lausan taum. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Forsvarsmenn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak hafa um árabil beðið stjórnvöld í Bandaríkjunum um að selja sér vopn. Beiðnum þar um hefur alltaf verið hafnað þar sem Bandaríkjamenn segjast eingöngu geta selt vopn til yfirvalda í Bagdad. Vígamenn IS samtakanna hafa unnið sigra gegn léttvopnuðum sveitum Kúrda í norðurhluta Írak á síðustu dögum. Í átökunum hafa þeir notast við mikið af vopnum og búnaði frá Bandaríkjunum. Íraski herinn hafði skilið vopnin eftir þegar hann flúði undan sókn IS. AP fréttaveitan segir vígamennina nú ógna Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins. Bandaríkin sendu 300 hernaðarráðgjafa til Írak í júní, en margir þerra halda til í Irbil. Bandaríkin hafa gert nokkrar loftárásir gegn IS á síðustu tveimur dögum, til að reyna að stöðva sókn þeirra gegn Kúrdum. Embættismenn sjálfstjórnarsvæðisins segja einnig að Bandaríkin hafi nú lofað að senda þeim vopn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast þó eingöngu útvega stjórnvöldum Írak vopn. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna sé leynilega að útvega Kúrdum vopn, en embættismenn í Bandaríkjunum vilja hvorki staðfesta það né neita. CIA neitaði að tjá sig um málið þegar AP leitaði svara. Þá hafa þær raddir sem vilja að Bandaríkin sjái Kúrdum fyrir vopnum orðið háværari á síðustu dögum. „Ef yfirvöld í Bagdad eru ekki að sjá Kúrdum fyrir þeim vopnum sem þeir þurfa, ættum við að gera það sjálfir,“ segir þingmaðurinn Adam Schiff. Hershöfðinginn Michael Barbero, sem áður stjórnaði þjálfun íraska hersins, segir að eina leiðin til að stöðva sókn IS sé að vopna öryggisveitir í Írak og Kúrda. Samt séu Bandaríkin ekki að gera neitt til að styðja báða þessa aðila. Yfirvöld í Bagdad áttu á sínum tíma að útvega Kúrdum töluvert af vopnum sem komu frá Bandaríkjunum, en þau voru aldrei send til þeirra. Kúrda hefur lengi dreymt um að stofna sjálfstætt ríki og yfirvöld í Bagdad hafa ekki viljað gefa þeim of lausan taum.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira