Enski boltinn

Herrera hvetur Hernandez til að fara frá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chicharito er líklega á förum frá Manchester United.
Chicharito er líklega á förum frá Manchester United. Vísir/Getty
Miguel Herrara, landsliðsþjálfari Mexíkó, segir að Javier Hernandez, leikmaður Manchester United og mexíkóska landsliðsins, þurfi að færa sig um set.

„Ég tel að Hernandez þurfi að fara frá Manchester United,“ sagði Herrera í viðtali við ESPN.

„Juventus væri góður kostur fyrir hann. Þegar þjálfarinn hefur ekki áhuga á að hafa þig í liðinu - og þjálfarinn sem vildi hafa þig í liðinu er farinn - þá er kominn tími til að færa sig um set.“

Herrara sagði ennfremur að hann vonaðist til að sjá Hernandez fá fleiri mínútur hjá Juventus, sem er eitt þeirra liða sem hefur verið nefnt sem næsti áfangastaður framherjans.


Tengdar fréttir

Tiltektin hafin hjá van Gaal

Louis van Gaal hefur tilkynnt nokkrum leikmönnum Manchester United að þeir eigi sér ekki framtíð hjá félaginu.

Van Gaal ætlar að fækka í leikmannahópnum

Louis van Gaal knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United muni segja þeim leikmönnum sem hann hefur ekki not fyrir að þeir geti fundið sér nýtt félag eftir að liðið kemur heim til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×