Enski boltinn

Enskur úrslitaleikur á Champions Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ashley Young hafði ástæðu til að fagna í kvöld.
Ashley Young hafði ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Getty
Manchester United bar sigurorð af Real Madrid með þremur mörkum gegn einu á Champions Cup í Bandaríkjunum.

Leikurinn fór fram á Michiagan Stadium í Ann Arbor, en alls voru 109.318 áhorfendur á vellinum í kvöld. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur verið viðstaddir knattspyrnuleik í Bandaríkjunum.

Ashley Young kom Manchester United yfir á 21. mínútu eftir fallega sókn og sendingu Danny Welbeck.

Gareth Bale jafnaði metin sex mínútum seinna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Young kom United aftur yfir á 37. mínútu þegar fyrirgjöf hans sigldi í netið framhjá Iker Casillas í marki Real Madrid.

Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Javier Hernandez skoraði þriðja mark United á 79. mínútu með skalla eftir frábæra sendingu frá Shinji Kagawa og gulltryggði sigurinn.

Manchester United endaði í toppsæti A-riðils með átta stig af níu mögulegum og mætir Liverpool í úrslitaleik mótsins á mánudaginn. Leikurinn fer fram á Sun Life Stadium í Miami.

Byrjunarlið Manchester United var þannig skipað:

David de Gea; Michael Keane, Phil Jones, Jonny Evans; Antonio Valencia, Darren Fletcher, Ander Herrera, Ashley Young; Juan Mata; Wayne Rooney, Danny Welbeck.

Wilfried Zaha, Luke Shaw, Tyler Blackett, Jesse Lingard, Tom Cleverley, Javier Hernandez og Shinji Kagawa komu inn á sem varamenn í seinni hálfleik.

Byrjunarlið Real Madrid var þannig skipað:

Iker Casillas; Alvaro Arbeloa, Pepe, Sergio Ramos, Nacho; Daniel Carvajal, Asier Illaramendi, Xabi Alonso, Luka Modric; Isco; Gareth Bale.


Tengdar fréttir

Champions Cup hefst í kvöld

International Champions Cup hefst í Bandaríkjunum í dag en mörg af stærstu liðum heims taka þátt í mótinu og má búast við skemmtilegum viðureignum.

Inter vann Real Madrid í vítaspyrnukeppni

Real Madrid og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í seinni leik A-riðilsins á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Real bar sigur úr býtum. Í hinum leik vann Manchester United Roma, 3-2.

United vann Roma í fjörugum leik

Manchster United vann Roma á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup í Bandaríkjunum í kvöld, en United afgreiddi leikinn í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 3-2, en staðan var 3-0 í hálfleik.

Sigur hjá Inter í Ítalíuslag

Inter bar sigurorð af Roma með tveimur mörkum gegn engu í A-riðli á Champions Cup sem fer fram í Bandaríkjunum þessa daganna. Leikið var á Lincoln Financial Field í Philadelphia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×