Friðsamleg mótmæli í Ferguson - Samskipti leysa táragasið af hólmi Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2014 10:50 Mikil breyting hefur orðið á viðbúnaði lögreglunnar í Ferguson. Vísir/AP Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson' Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson'
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira