Friðsamleg mótmæli í Ferguson - Samskipti leysa táragasið af hólmi Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2014 10:50 Mikil breyting hefur orðið á viðbúnaði lögreglunnar í Ferguson. Vísir/AP Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson' Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson'
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira