110 þúsund áhorfendur á leik United og Real í Ann Arbor á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 18:45 Svona er mætingin á alla leiki Michigan Wolverines. vísir/getty Manchester United og Evrópumeistarar Real Madrid eigast við á morgun í lokaumferð riðlakeppni ICC-æfingamótsins í Bandaríkjunum. Manchester United er á toppi riðilsins og getur komist í úrslitaleikinn, en Real er úr leik eftir töp gegn Inter og Roma í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Leikurinn annað kvöld, sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, fer fram á heimavelli háskólaruðningsliðsins Michigan Wolverines í Ann Arbor í Michigan-ríki, en hann er jafnan kallaður „Stóra húsið“. Uppselt er á leikinn, en 109.981 áhorfandi verður á vellinum á morgun. Mest hafa 115.109 manns horft á leik á þessum velli, en það met var sett síðasta haust. Aldrei áður hafa svo margir horft á knattspyrnuleik í Bandaríkjunum, en áhuginn er mikill þar í landi þar sem heimsmeistarakeppninni er nýlokið. Þar komst bandaríska landsliðið upp úr dauðariðlinum og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína. „Þið getið ekki stöðvað knattspyrnuna lengur. Þessi íþrótt er að ryðja sér rúms í Bandaríkjunum á öllum sviðum. Þetta er frábær stund sem við verðum að nýta okkur,“ sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, á HM. Komist Manchester United í úrslitaleikinn sem fram fer á Sun Life-vellinum í Miami á mánudaginn mætir liðið annaðhvort nágrönnunum og Englandsmeisturunum í Manchester City eða erkifjendunum í Liverpool. „Það yrði risastórt ef United mætir City eða Liverpool í Miami,“ segir Robbie Mustoe, fyrrverandi leikmaður Middlesbrough sem nú starfar sem knattspyrnusérfræðingur NBC. „Við sýndum alla 380 leikina í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og áhorfið var ótrúlegt. Enska úrvalsdeildin er stærri en nokkru sinni fyrr hérna.“ Fótbolti Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Manchester United og Evrópumeistarar Real Madrid eigast við á morgun í lokaumferð riðlakeppni ICC-æfingamótsins í Bandaríkjunum. Manchester United er á toppi riðilsins og getur komist í úrslitaleikinn, en Real er úr leik eftir töp gegn Inter og Roma í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Leikurinn annað kvöld, sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, fer fram á heimavelli háskólaruðningsliðsins Michigan Wolverines í Ann Arbor í Michigan-ríki, en hann er jafnan kallaður „Stóra húsið“. Uppselt er á leikinn, en 109.981 áhorfandi verður á vellinum á morgun. Mest hafa 115.109 manns horft á leik á þessum velli, en það met var sett síðasta haust. Aldrei áður hafa svo margir horft á knattspyrnuleik í Bandaríkjunum, en áhuginn er mikill þar í landi þar sem heimsmeistarakeppninni er nýlokið. Þar komst bandaríska landsliðið upp úr dauðariðlinum og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína. „Þið getið ekki stöðvað knattspyrnuna lengur. Þessi íþrótt er að ryðja sér rúms í Bandaríkjunum á öllum sviðum. Þetta er frábær stund sem við verðum að nýta okkur,“ sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, á HM. Komist Manchester United í úrslitaleikinn sem fram fer á Sun Life-vellinum í Miami á mánudaginn mætir liðið annaðhvort nágrönnunum og Englandsmeisturunum í Manchester City eða erkifjendunum í Liverpool. „Það yrði risastórt ef United mætir City eða Liverpool í Miami,“ segir Robbie Mustoe, fyrrverandi leikmaður Middlesbrough sem nú starfar sem knattspyrnusérfræðingur NBC. „Við sýndum alla 380 leikina í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og áhorfið var ótrúlegt. Enska úrvalsdeildin er stærri en nokkru sinni fyrr hérna.“
Fótbolti Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira