Erlent

Warsi barónessa segir af sér vegna Gasa

Mynd/AFP
Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, Sayeeda Warsi barónessa, sagði í morgun af sér. Ástæðan er óánægja hennar með stefnu ríkisstjórnar Davids Cameron í málefnum Ísraels og Palestínu.

Hún gagnrýnir forsætisráðherrann hart, segir hann of hallan undir málstað Ísraela og segir stefnu hans siðferðilega óverjandi.

Stefnan hafi hag Bretlands ekki að leiðarljósi og barónessan bætir því við að til langs tíma muni hún hafa slæm áhrif á orðspor Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×