Erlent

Stjórnarherinn í Úkraínu herðir sókn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Stjórnarherinn í Úkraínu hefur ákveðið að setja aukinn þunga í árásirnar gegn aðskilnaðarsinnum sem nú ráða yfir borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. Þrír féllu og fimm særðust í átökunum í nótt og nokkur íbúðarhús gjöreyðilögðust.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir áhyggjum sínum í gær og telja að átökin muni hafa áhrif á um fjórar milljónir almennra borgara í landinu. Um 740 þúsund hafa flúið svæðið og um 118 þúsund eru nú á vergangi. Skortur er á öllum nauðsynjavörum og litla læknisaðstoð að fá þar sem um 70 prósent allra heilbrigðisstarfsmanna hafa flúið svæðið.

Fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sagði á fundi þeirra á þriðjudag að besta lausnin til að stöðva átökin væri að Rússar hætti að styðja úkraínska aðskilnaðarsinna og hætti að senda þeim vopn.

Tæplega 1.400 manns hafa fallið í átökunum sem hófust í vor og yfir 4.000 eru særðir.



Búið er að jafna heilu hverfin við jörðu.

Tengdar fréttir

Komast ekki að líkum vegna bardaga

Ættingjar farþega malasísku vélarinnar eru orðnir hræddir um að koma höndum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna.

Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol

Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni.

Óraunhæft að senda vopnað herlið til Úkraínu

Yfirvöld í Hollandi því hætt við að senda sérfræðinga á svæðið eins og til stóð, en alls létust 193 hollenskir ríkisborgarar þegar vél Malaysia airlines var grandað.

Átök í Úkraínu þrátt fyrir vopnahlé

Að minnsta kosti þrír úkraínskir hermenn slösuðust þegar aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, gerðu atlögu að herstöð í Donetsk í Austur-Úkraínu.

Herinn þrengir að Donetsk

Talið er að fimmtungur íbúa borgarinnar hafi yfirgefið heimili sín vegna bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×