Erlent

Aðskilnaðarsinnar skutu niður flugvél

Samúel Karl Ólason skrifar
Átök hafa harnað mikið í Úkraínu undanfarin misseri.
Átök hafa harnað mikið í Úkraínu undanfarin misseri. Vísir/AFP
Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi skutu í nótt niður flugvél úkraínska hersins og létust allir um borð, 49 manns. Í flugvélinni voru hermenn og búnaður. Líklega er um blóðugasta atvik átakanna í Úkraínu að ræða.

Samkvæmt frétt á vef BBC, rannsaka yfirvöld nú hvernig flugvélin var skotin niður, en fyrstu niðurstöður gefa í skyn að þrjár eldflaugar hafi verið notaðar.

Fréttaritari BBC segir að atvikið muni auka þrýsting á Petro Poroshenko, nýkjörinn forseta Úkraínu, til að koma endi á átökin. Þó vakni spurningar um hvort það muni einungis bæta olíu á eldinn eða gera það erfiðara að ná vopnahléi. Þá hafa yfirvöld í Úkraínu sagt að eldskeytin hafi komið frá Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×