Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 12:03 Höfnin í Grundarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. Sakborningarnir eru tveir en annar þeirra hafði kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Úrskurð Hæstaréttar, sem og úrskurð Héraðsdóms Vesturlands, má sjá á heimsíðu Hæstaréttar. Meðal dómsgagna er myndbandsupptaka af líkamsárásinni sem átti sér stað á bryggjunni í Grundarfirði aðfaranótt 17. júlí. Þar sést að mennirnir tveir, sem voru áhafnarmeðlimir skips sem var við löndun í Grundarfirði, hafi veist að öðrum manni. Sá var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið haldið sofandi síðan. Í niðurstöðu Hæstaréttar ekki greint frá því hver átti upptökin, en þó segir að ekki sé samræmi á milli upptökunnar og framburðar sakborninganna. Þar segir að sá sem skaut málinu til Hæstaréttar kunni að torvelda rannsóknina verði hann látinn laus úr einangrun.Stóð klofvega yfir honum Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi fengið tilkynningu um meðvitundarlausan mann og að gerendur hafi farið aftur um borð í skipið. Vitni að árásinni segir þann slasaða hafa verið að kítast við tvo menn á hafnarsvæðinu. Þeir hafi byrjað að slást og féll maðurinn með höfuðið í malbikið eftir hnefahögg. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvor sakborninganna hafi slegið manninn fyrst, en líklega hafi hann rotast við fallið í malbikið. Hann segir annan sakborninganna hafa stigið klofvega yfir hann og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið einu sinni eða tvisvar. Við það hafi höfuð hans skollið í malbikið. Vitnið ók til þeirra á lyftara og segir sakborningana hafa „eitthvað farið að rífa sig“. Þó hafi annar áhafnarmeðlimur komið frá bátnum og hinir tveir farið aftur um borð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði einn sakborninga að hann héldi að gafflar lyftarans hafi farið í höfuð mannsins. Hann vildi ekkert segja um þátt hins sakbornings í atburðarásinni, því hann hefði verið upptekinn við að verja sig. Hann sagði myndbandsupptökuna ekki sýna fram á neitt annað en það sem hann hafi haldið fram. Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. Sakborningarnir eru tveir en annar þeirra hafði kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Úrskurð Hæstaréttar, sem og úrskurð Héraðsdóms Vesturlands, má sjá á heimsíðu Hæstaréttar. Meðal dómsgagna er myndbandsupptaka af líkamsárásinni sem átti sér stað á bryggjunni í Grundarfirði aðfaranótt 17. júlí. Þar sést að mennirnir tveir, sem voru áhafnarmeðlimir skips sem var við löndun í Grundarfirði, hafi veist að öðrum manni. Sá var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið haldið sofandi síðan. Í niðurstöðu Hæstaréttar ekki greint frá því hver átti upptökin, en þó segir að ekki sé samræmi á milli upptökunnar og framburðar sakborninganna. Þar segir að sá sem skaut málinu til Hæstaréttar kunni að torvelda rannsóknina verði hann látinn laus úr einangrun.Stóð klofvega yfir honum Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi fengið tilkynningu um meðvitundarlausan mann og að gerendur hafi farið aftur um borð í skipið. Vitni að árásinni segir þann slasaða hafa verið að kítast við tvo menn á hafnarsvæðinu. Þeir hafi byrjað að slást og féll maðurinn með höfuðið í malbikið eftir hnefahögg. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvor sakborninganna hafi slegið manninn fyrst, en líklega hafi hann rotast við fallið í malbikið. Hann segir annan sakborninganna hafa stigið klofvega yfir hann og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið einu sinni eða tvisvar. Við það hafi höfuð hans skollið í malbikið. Vitnið ók til þeirra á lyftara og segir sakborningana hafa „eitthvað farið að rífa sig“. Þó hafi annar áhafnarmeðlimur komið frá bátnum og hinir tveir farið aftur um borð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði einn sakborninga að hann héldi að gafflar lyftarans hafi farið í höfuð mannsins. Hann vildi ekkert segja um þátt hins sakbornings í atburðarásinni, því hann hefði verið upptekinn við að verja sig. Hann sagði myndbandsupptökuna ekki sýna fram á neitt annað en það sem hann hafi haldið fram.
Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15
Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16
Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53