Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 11:16 Frá höfninni í Grundarfirði þar sem árásin átti sér stað. VÍSIR/VILHELM Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent