Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 11:16 Frá höfninni í Grundarfirði þar sem árásin átti sér stað. VÍSIR/VILHELM Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Maðurinn sem ráðist var á í Grundarfirði í nótt var heimamaður að sögn þeirra sem urðu vitni að árásinni. Tveir menn veittust að honum um klukkan 02:30 en þeir voru skipverjar á togaranum Baldvini NC 100 sem var við bryggju í Grundarfirði í nótt. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union. Mennirnir þrír höfðu setið að sumbli á skemmtistað í bænum til klukkan 01:00 en samkvæmt starfsmanni staðarins var létt yfir mönnunum og áttu þeir í engum deilum meðan á dvöl þeirra stóð. Það var svo á þriðja tímanum í morgun sem skipverjarnir veittust að manninum við hafnarsvæðið í bænum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hlúð var að manninum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði en ástand mannsins var talið svo alvarlegt að kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan fimm í morgun og liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus og þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar. Lögreglan hefur í morgun kortlagt vettvang árásarinnar og yfirfarið myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu. Árásarmennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en Baldvin hélt úr höfn um klukkan átta í morgun. Annar mannanna er íslenskur. Yfirheyrslur yfir mönnunum fara að hefjast en þeir hafa fram til þessa verið að sofa úr sér áfengisvímuna. Uppfært kl. 13:20Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.Uppfært 14:15 Árásarmennirnir hafa nú sofið úr sér og er verið að flytja þá á Akranes í skýrslutökur. Lögreglan telur að mennirnir á Baldvini NC 100 hafi verið við löndun þegar skipverjarnir réðust á manninn og mun hún því vera í sambandi við áhöfn togarans símleiðis því Baldvinn er nú kominn út á rúmsjó sem fyrr segir.Uppfært 16:20 Maðurinn gekkst undir aðgerð síðdegis. Honum er áfram haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan reynir nú að púsla saman atburðarásinni frá því að skemmtistaðurinn lokaði klukkan eitt og þangað til að árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Hún leitar frekari vitna að árásinni og bendir þeim á að hægt er að ná sambandi við hana í síma 430-4141.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira