Innlent

Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél

Jakob Bjarnar og Gissur Sigurðsson skrifar
Að sögn vakthafandi læknis, nú í morgun, er líðan mannsins óbreytt; hann fór í aðgerð í gær og er haldið sofandi í öndunarvél.
Að sögn vakthafandi læknis, nú í morgun, er líðan mannsins óbreytt; hann fór í aðgerð í gær og er haldið sofandi í öndunarvél. visir/vilhelm
Tveir karlmenn voru undir miðnætti úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald, í Héraðsdómi Vesturlands, vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt.

Að loknum yfirheyrslum, sem stóðu fram á kvöld, gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að mennirnir hafi veitt þolandanum hnefahögg með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka og liggur á gjörgæsludeild Landsspítalans, en þangað flutti þyrla Landhelgisgæslunnar hann í fyrrinótt.

Að sögn vakthafandi læknis, nú í morgun, er líðan mannsins óbreytt; hann fór í aðgerð í gær og er haldið sofandi í öndunarvél.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×