Innlent

Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og var fyrst fluttur á heislugæslustöðina í Grundarfirði þar sem hlúð var að honum þar til þyrlan kom með lækni um borð.
Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og var fyrst fluttur á heislugæslustöðina í Grundarfirði þar sem hlúð var að honum þar til þyrlan kom með lækni um borð. visir/vilhelm
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Grundarfirði í nótt og mat læknir ástand fórnarlambsins svo alvarlegt að kallað varð eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hann á slysadeild Landspítalans, þar sem þyrlan lenti rétt fyrir klukkan fimm í morgun.

Árásin varð utandyra og urðu vitni að henni, sem kölluðu á lögreglu. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og var fyrst fluttur á heilsugæslustöðina í Grundarfirði þar sem hlúð var að honum þar til þyrlan kom með lækni um borð. Skömmu síðar voru tveir menn handteknir, grunaðir um verknaðinn, og er nú verið að yfirheyra þá.

Lögreglan metur þetta mjög alvarlega árás og vill á þessu frumstigi rannsóknar ekki tjá sig nánar um málsatvik. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar hann kom á Landsspítalann og liggur nú á gjörgæsludeild, þungt haldinn, að sögn vakthafandi læknis þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×