Innlent

Hefur ákveðið að þjónusta ekki Ísraelsmenn

Atli Ísleifsson skrifar
Steinarr segist hafa áform um að fara til Palestínu og styðja við bakið á fólkinu þar sem býr við mikla neyð.
Steinarr segist hafa áform um að fara til Palestínu og styðja við bakið á fólkinu þar sem býr við mikla neyð. Vísir/Vilhelm

Eigandi stærstu húsbílaleigu landsins hefur ákveðið að þjónusta ekki Ísraelsmenn vegna framgöngu Ísraelsstjórnar fyrir botni Miðjarðarhafs.

S
teinarr Lár, eigandi húsbílaleiganna KúKú Campers og Go Campers, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé stuðningsyfirlýsingu við málstað Palestínumanna. „Það er í rauninni hægt þjóðarmorð í gangi og alþjóðasamfélagið lítur í hina áttina. Það eina sem ég get gert er að þjónusta ekki fólkið sem kemur þaðan og í raun beitt því þrýsting til að ýta á sín stjórnvöld til að haga sér á annan máta.“

Steinarr, sem sagði frá ákvörðun sinni á Facebook, segist lengi hafa fylgst með deilunni, en finnast hann vera máttlaus gagnvart svona aðstæðum. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt.“

Steinar segir talsvert vera um Ísraelsmenn sem hafa verslað við fyrirtæki sín í gegnum árin. „Þetta er ágætasta fólk svo sem. Ekkert út á það að setja. Ég tel Ísraelsmenn hins vegar fara rangt fram og hef áætlanir um að fara til Palestínu og styðja við fólk sem er þar í neyð.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.