Erlent

Konur og börn falla í loftárásum

ingvar haraldsson skrifar
Lík tveggja ára gamals palestínsks drengs sem féll í loftárás Ísraelshers.
Lík tveggja ára gamals palestínsks drengs sem féll í loftárás Ísraelshers. nordicphotos/afp
Ísraelski herinn hefur hert sókn sína gegn Hamas á Gasa.

Yfir 85 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraelshers á yfir 750 skotmörk síðustu daga, þar af um helmingur konur og börn.



Átta Palestínumenn féllu þegar sprengja féll á kaffihús á Gaza þar sem leikur Argentínu og Hollands var sýndur í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.



Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í gær að leita yrði allra leiða til að stöðva blóðbaðið og koma á vopnahléi.



Hvorki Ísraelar né Hamas-liðar hafa sýnt merki um að þeir muni gefa eftir. Ísraelski herinn hefur kallað út tuttugu þúsund manna varalið. Fulltrúar hersins segja að innrás gæti verið yfirvofandi hætti Hamas-liðar ekki að skjóta flugskeytum á borgir og bæi í Ísrael.



Viðvörunarlúðrar hafa verið þeyttir reglulega vegna flugskeytaárásanna en engir Ísraelar hafa særst alvarlega í flugskeytaárásum Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×