Erlent

Loftárás í Úkraínu kostar ellefu manns lífið

Bjarki Ármannsson skrifar
Maður sem missti konuna sína í árásinni fyrir framan rústirnar í dag.
Maður sem missti konuna sína í árásinni fyrir framan rústirnar í dag. Vísir/AP
Fjögurra hæða íbúðarblokk í borginni Snizhne í austurhluta Úkraínu gereyddist í loftárás á borgina í dag. Yfirvöld á staðnum segja að ellefu manns hið minnsta hafi látið lífið í árásinni.

Samkvæmt fréttaveitunni AP báru rústir blokkarinnar þess merki að margar eldflaugar hafi hæft hana. Björgunarsveitum tókst að koma ungu barni með báða fætur brotna á lífi úr rústunum.

Talið er að fleiri hundruð óbreyttra borgara liggi í valnum eftir átök úkraínskra stjórnvalda við aðskilnaðarsinna sem vilja að austurhluti landsins sameinist Rússlandi. Stjórnvald hafa neitað því að flugher þeirra hafi verið á bak við árásina, en tóku ekki fram hvern þau gruna um ábyrgð. Ekki er vitað til þess að sveitir aðskilnaðarsinna hafi aðgang að flugvélum.


Tengdar fréttir

Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu

14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna.

Barist um rússnesku landamærin

Uppreisnarmenn í Úkraínu skutu í gær flugskeytum á úkraínska hermenn í Austur-Úkraínu þar sem nítján féllu.

Vikulangt vopnahlé ekki virt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skorar á Úkraínustjórn að framlengja vopnahléið og ræða við uppreisnarmenn.

Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol

Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni.

Átök í Úkraínu þrátt fyrir vopnahlé

Að minnsta kosti þrír úkraínskir hermenn slösuðust þegar aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, gerðu atlögu að herstöð í Donetsk í Austur-Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×