Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 29. maí 2014 15:27 visir/afp 14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Úkraína Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí.
Úkraína Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira