Innlent

Rannsókn á hópnauðguninni í Breiðholti lokið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/VILHELM
Rannsókn á hópnauðgun sem kærð var til lögreglunnar í maí síðastliðnum er lokið og er málið komið inn á borð til ríkissaksóknara.



Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. 

Stúlka undir lögaldri kærði fimm menn fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í samkvæmi í Breiðholti í maí. Mennirnir voru allir í gæsluvarðhaldi um stund en Hæstiréttur úrskurðaði að áframhaldandi gæsluvarðhald væri óþarft. Fjórir mannanna eru undir átján ára aldri.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknina  hafa verið mjög umfangsmikla, marga hafi þurft að kalla að málinu og að skýrslutaka hafi verið tímafrek.

Verknaðurinn er til á myndbandi og er talið að einn hinna ákærðu hafi tekið það upp. Lagði stúlkan myndbandið fram sem sönnunargagn í málinu.


Tengdar fréttir

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×