Innlent

Börn eru höfð í einangrun á Litla-Hrauni

Lögregla hafði hraðar hendur þegar málið var kært og krafðist gæsluvarðhalds yfir mönnunum nær strax.
Lögregla hafði hraðar hendur þegar málið var kært og krafðist gæsluvarðhalds yfir mönnunum nær strax. VÍSIR/Daníel
Fimmmenningarnir sem sakaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi aðfaranótt 4. maí síðastliðins eru allir vistaðir í einangrun á Litla-Hrauni.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að piltarnir séu í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna.

„Það segir sig sjálft að við grípum ekki til íþyngjandi úrræða, og allra síst þegar börn eiga í hlut, nema ríkir rannsóknarhagsmunir séu til staðar.“

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir einangrunina ekki brjóta gegn Barnasamningi Sameinuðu þjóðanna.

„Ákvæði samningsins kveða fyrst og fremst á um það að fangar á barnsaldri skuli ekki vera vistaðir ásamt fullorðnum föngum. Í þessu tilviki er um að ræða gæsluvarðhaldsúrskurð og vegna rannsóknarhagsmuna er þeim gert að vera í einangrun. Þá eiga ákvæði Barnasáttmálans ekki við. Út af fyrir sig er því ekki unnt að gera neina athugasemd við þetta.“

Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur, sem meðal annars hefur unnið á Litla-Hrauni, segir að einangrun geti tekið mjög á fólk en einstaklingar séu misviðkvæmir fyrir áhrifum einangrunarinnar.

„Í raun og veru er gæsluvarðhald streituvaldandi,“ segir Þórarinn. „Væntanlega hefur þetta meiri áhrif á þetta unga einstaklinga.“

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum.


Tengdar fréttir

Stúlkan lagði sjálf fram myndbandsupptökuna

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir fjórum af fimm piltum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku. Myndbandsupptaka er sögð styðja framburð hennar um atvikið.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×