Innlent

Rannsókn á hópnauðgun í Breiðholti lýkur í júní

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla vinnur að rannsókn málsins.
Lögregla vinnur að rannsókn málsins. Vilhelm
Vonast er til þess að rannsókn á meintri hópnauðgun sem átti sér stað í Breiðholti í byrjun maí ljúki nú í júní og að málinu verði vísað til ríkissaksóknara í lok mánaðar. RÚV greinir frá.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknina mjög umfangsmikla, marga hafi þurft að kalla að málinu og að skýrslutaka hafi verið tímafrek.

Meint hópnauðgun átti sér stað í heimahúsi í Breiðholti og voru fimm karlmenn handteknir eftir að fórnarlambið kærði nauðgunina til lögreglu. Fjórir af mönnunum eru á átjanda ári en einn af þeim orðinn tvítugur. Barnaverndarnefnd var því kölluð í málið. Fórnarlambið þekkti árásarmennina áður en atburðinn átti sér stað.  


Tengdar fréttir

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×