Fótbolti

David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz og Dani Alves hugga hér James Rodríguez.
David Luiz og Dani Alves hugga hér James Rodríguez. Vísir/Getty
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld.

James Rodríguez skoraði sitt sjötta mark í leiknum og kom alls að átta mörkum Kólumbíu í fimm leikjum sínum á HM í Brasilíu.

James Rodríguez var algjörlega niðurbrotinn í lok leiks enda frábært HM búið hjá honum. Brasilíumennirnir David Luiz og Dani Alves gáfu sér góðan tíma í að reyna að hugga Rodríguez.

David Luiz skoraði frábært mark beint úr aukspyrnu í leiknum og það var hann sem fékk að skipta um treyju við þennan frábæra 22 ára gamla Kólumbíumann. Hér fyrir neðan eru myndir af því þegar David Luiz og Dani Alves hugguðu James Rodríguez.



Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark.

Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár

Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×