Fótbolti

Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thiago Silva fær gula spjaldið í kvöld.
Thiago Silva fær gula spjaldið í kvöld. Vísir/Getty
Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar.

Kólumbíumenn hafa slegið í gegn með frábærri spilamennsku á HM í Brasilíu en þeir fengu heldur betur harðar móttökur frá baráttuglöðu brasilísku liði í kvöld.

Brasilíumenn brutu alls 31 sinni af sér í kvöld þar af sex sinnum á hinum skemmtilega James Rodríguez sem var orðinn mjög pirraður á þeim móttökum sem hann fékk í Fortaleza í kvöld.

Eitt brota brasilíska liðsins var afdrifaríkt því fyrirliðinn Thiago Silva fékk gult spjald fyrir brot á David Ospina, markverði Kólumbíu. Thiago Silva verður af þeim sökum í leikbanni í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.

Þrátt fyrir öll brotin fengu Brasilíumenn aðeins tvö gul spjöld frá spænska dómaranum  Carlos Velasco Carballo en hitt fékk markvörðurinn Júlio César þegar hann fékk dæmt á sig víti.


Tengdar fréttir

James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark.

Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár

Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×