Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 0-1 | Fyrsta tap Fjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2014 11:57 Vísir/Daníel FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Pepsi-deildarinnar með 1-0 sigri á taplausum Fjölnismönnum í Grafarvoginum í kvöld. Það var mikill hraði í byrjun leiksins, sem virtist henta heimamönnum vel. Þeir voru a.m.k. ívið stekari aðilinn fyrstu 15 mínútur leiksins og spiluðu vel. Fjölnismönnum tókst þó ekki að opna FH-vörnina nógu mikið til að skapa sér hættuleg færi. Vörn þeirra opnaðist hins vegar á 16. mínútu þegar Emil Pálsson hirti boltann af Hauki Lárussyni upp við endamörk og renndi honum út í vítateiginn á Atla Guðnason sem skoraði sitt annað mark í sumar með skoti í varnarmann og inn. FH-ingar létu kné fylgja kviði og Atli Viðar Björnsson var tvisvar nálægt því að skora á þriggja mínútna kafla. Fyrst hitti hann ekki markið eftir að hafa komið sér í gott færi og svo varði Þórður Ingason skalla hans eftir fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar. Atli Viðar og nafni hans Guðnason voru mjög líflegir í fyrri hálfleiknum og reyndust varnarmönnum Fjölnis erfiðir. FH-ingar höfðu góða stjórn á leiknum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Gestirnir héldu boltanum vel og vörnin var jafn sterk og hún hefur verið í sumar. Fjölnismenn fengu ekki mikið framlag frá framherjanum Christopher Tsonis sem tókst hvorki að vinna skallabolta né halda boltanum svo Fjölnismenn gætu fært lið sitt framar á völlinn og lamaði það sóknarleik þeirra talsvert. Það var helst Ragnar Leósson sem skapaði einhverja hættu, en hefur byrjað mótið virkilega vel og virðist hreinlega vera allt annar leikmaður en sá sem hefur leikið með ÍA og ÍBV undanfarin ár. Atli Guðnason fékk síðasta færi fyrri hálfleiks, en Þórður varði vel frá honum. Staðan 0-1 í hálfleik, FH í vil. Seinni hálfleikurinn var í raun framhald á síðasta hálftímanum í þeim fyrri. FH-ingar voru sterkari og áttu í litlum vandræðum með kraftlítinn og ómarkvissan sóknarleik heimamanna. Atli Viðar fékk gott færi til að koma FH yfir á 68. mínútu þegar Sam Hewson sendi hann í gegnum Fjölnisvörnina, en Þórður sá við Dalvíkingnum. Síðustu 20 mínúturnar vöknuðu heimamenn svo aftur til lífsins og þeir voru grátlega nærri því að jafna leikinn þegar skot varamannsins Guðmundar Böðvars Guðjónssonar sleikti stöngina. Sex mínútum fyrir leikslok átti Haukur svo skalla beint á Róbert Örn Óskarsson eftir hornspyrnu Ragnars og í kjölfarið átti fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson svo skot í varnarmann FH, en Fjölnismenn töldu boltann hafa farið í hönd FH-ings og heimtuðu vítaspyrnu. Meðan þeir voru að mótmæla slapp Kristján Gauti Emilsson, svo til nýkominn inn á, í gegnum fáliðaða Fjölnisvörnina en Þórður var enn og aftur vel á verði og hélt sínum mönnum inni í leiknum með góðri markvörslu. Fjölnismenn reyndu allt hvað þeir gátu - sendu Hauk m.a. í framlínuna - en FH-vörnina stóð sína plikt og gestirnir fögnuðu sínum fimmta sigri í sumar. FH hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í sjö leikjum í Pepsi-deildinni sem er mikið afrek, sérstaklega í ljósi þeirra breytinga hafa orðið varnarlínu liðsins. Kassim Doumbia hefur komið eins og stormsveipur inn í deildina og þeir Pétur Viðarsson ná mjög vel saman í hjarta varnarinnar. Og fyrir aftan þá er Róbert öryggið uppmálað í markinu. Þá er vinnusemin og aginn í FH-liðinu er einnig til fyrirmyndar. Og á meðan varnarleikurinn er svona sterkur þurfa Hafnfirðingar ekki að skora mörg mörk til að vinna leiki. FH er aðeins búið að skora níu mörk í sjö leikjum, en er þrátt fyrir það með 17 stig. Það kallast góð nýting. Fjölnismenn spiluðu á köflum ágætlega í leiknum og geta tekið ýmislegt jákvætt út úr honum. Þórður átti sinn besta leik í sumar á milli stanganna og Ragnar átti, sem áður sagði, góðan leik þótt hann hefði aðeins dottið niður í seinni hálfleik. Fjölnir situr nú í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki sem verður að teljast fínasta uppskera hjá nýliðum.Ágúst:Ætluðum að reyna að sjokkera þá "Ég er frekar ósáttur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir tap hans manna fyrir FH. "Þetta hefði alveg mátt detta með okkur. Við fengum ágætis færi til að skora mörk, en boltinn vildi bara ekki inn. Það var meistaraheppni með FH-ingum, þótt þeir hefðu fengið ágætis færi til að bæta við mörkum. En ég hefði viljað fá a.m.k. eitt stig út úr þessum leik," sagði Ágúst en Fjölnismenn voru frakkir í leiknum. "Venjulega liggja lið niðri gegn FH, en við ætluðum að koma á þá og reyna að sjokkera þá og mér fannst það takast alveg ágætlega á köflum. "Við áttum svona 15-20 mínútur í hvorum hálfleik þar sem við vorum góðir, en boltinn vildi ekki inn. Markið þeirra kom á tíma þegar við vorum sterkir. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir leikinn í kvöld," sagði þjálfarinn, en sá hann hvað gerðist þegar leikmenn Fjölnis báðu um vítaspyrnu. "Ég sá það reyndar ekki. Sólin var beint á móti og þótt ég hafi verið með Ray Ban sólgleraugu, þá virkaði það ekki. Ég sé það kannski á myndbandi," sagði Ágúst að endingu.Róbert:Forréttindi að spila með liði eins og FH Róbert Örn Óskarsson átti fínan leik milli stanganna hjá FH í kvöld. En hvað fannst honum leggja grunninn að sigrinum á nýliðum Fjölnis? "Flott varnarvinna, fyrst og fremst, frá fremsta manni til þess aftasta og góð barátta og samstaða," sagði Róbert, en hver er lykilinn að þeim góða varnarleik sem FH hefur spilað í sumar? "Það er sama gamla klisjan. Liðið spilar sem ein heild, menn klára sínar stöður og sinna sínum hlutverkum og þá er hægt að gera góða hluti. "Það er frábært að spila fyrir aftan þessa vörn. Ég er rosalega ánægður með strákana og það eru forréttindi að fá að spila með liði eins og FH, sérstaklega á degi sem þessum. Ég nýt þess í botn," sagði markvörðurinn, en Róbert og félagar hans þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á sterku Fjölnisliði. "Þetta var mjög jafn leikur og við vissum að þeir myndu vera mjög baráttuglaðir. Þeir eru búnir að spila glimrandi vel og ég er búinn að vera mjög hrifinn af spilamennsku þeirra í sumar," sagði Róbert að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Pepsi-deildarinnar með 1-0 sigri á taplausum Fjölnismönnum í Grafarvoginum í kvöld. Það var mikill hraði í byrjun leiksins, sem virtist henta heimamönnum vel. Þeir voru a.m.k. ívið stekari aðilinn fyrstu 15 mínútur leiksins og spiluðu vel. Fjölnismönnum tókst þó ekki að opna FH-vörnina nógu mikið til að skapa sér hættuleg færi. Vörn þeirra opnaðist hins vegar á 16. mínútu þegar Emil Pálsson hirti boltann af Hauki Lárussyni upp við endamörk og renndi honum út í vítateiginn á Atla Guðnason sem skoraði sitt annað mark í sumar með skoti í varnarmann og inn. FH-ingar létu kné fylgja kviði og Atli Viðar Björnsson var tvisvar nálægt því að skora á þriggja mínútna kafla. Fyrst hitti hann ekki markið eftir að hafa komið sér í gott færi og svo varði Þórður Ingason skalla hans eftir fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar. Atli Viðar og nafni hans Guðnason voru mjög líflegir í fyrri hálfleiknum og reyndust varnarmönnum Fjölnis erfiðir. FH-ingar höfðu góða stjórn á leiknum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Gestirnir héldu boltanum vel og vörnin var jafn sterk og hún hefur verið í sumar. Fjölnismenn fengu ekki mikið framlag frá framherjanum Christopher Tsonis sem tókst hvorki að vinna skallabolta né halda boltanum svo Fjölnismenn gætu fært lið sitt framar á völlinn og lamaði það sóknarleik þeirra talsvert. Það var helst Ragnar Leósson sem skapaði einhverja hættu, en hefur byrjað mótið virkilega vel og virðist hreinlega vera allt annar leikmaður en sá sem hefur leikið með ÍA og ÍBV undanfarin ár. Atli Guðnason fékk síðasta færi fyrri hálfleiks, en Þórður varði vel frá honum. Staðan 0-1 í hálfleik, FH í vil. Seinni hálfleikurinn var í raun framhald á síðasta hálftímanum í þeim fyrri. FH-ingar voru sterkari og áttu í litlum vandræðum með kraftlítinn og ómarkvissan sóknarleik heimamanna. Atli Viðar fékk gott færi til að koma FH yfir á 68. mínútu þegar Sam Hewson sendi hann í gegnum Fjölnisvörnina, en Þórður sá við Dalvíkingnum. Síðustu 20 mínúturnar vöknuðu heimamenn svo aftur til lífsins og þeir voru grátlega nærri því að jafna leikinn þegar skot varamannsins Guðmundar Böðvars Guðjónssonar sleikti stöngina. Sex mínútum fyrir leikslok átti Haukur svo skalla beint á Róbert Örn Óskarsson eftir hornspyrnu Ragnars og í kjölfarið átti fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson svo skot í varnarmann FH, en Fjölnismenn töldu boltann hafa farið í hönd FH-ings og heimtuðu vítaspyrnu. Meðan þeir voru að mótmæla slapp Kristján Gauti Emilsson, svo til nýkominn inn á, í gegnum fáliðaða Fjölnisvörnina en Þórður var enn og aftur vel á verði og hélt sínum mönnum inni í leiknum með góðri markvörslu. Fjölnismenn reyndu allt hvað þeir gátu - sendu Hauk m.a. í framlínuna - en FH-vörnina stóð sína plikt og gestirnir fögnuðu sínum fimmta sigri í sumar. FH hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í sjö leikjum í Pepsi-deildinni sem er mikið afrek, sérstaklega í ljósi þeirra breytinga hafa orðið varnarlínu liðsins. Kassim Doumbia hefur komið eins og stormsveipur inn í deildina og þeir Pétur Viðarsson ná mjög vel saman í hjarta varnarinnar. Og fyrir aftan þá er Róbert öryggið uppmálað í markinu. Þá er vinnusemin og aginn í FH-liðinu er einnig til fyrirmyndar. Og á meðan varnarleikurinn er svona sterkur þurfa Hafnfirðingar ekki að skora mörg mörk til að vinna leiki. FH er aðeins búið að skora níu mörk í sjö leikjum, en er þrátt fyrir það með 17 stig. Það kallast góð nýting. Fjölnismenn spiluðu á köflum ágætlega í leiknum og geta tekið ýmislegt jákvætt út úr honum. Þórður átti sinn besta leik í sumar á milli stanganna og Ragnar átti, sem áður sagði, góðan leik þótt hann hefði aðeins dottið niður í seinni hálfleik. Fjölnir situr nú í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki sem verður að teljast fínasta uppskera hjá nýliðum.Ágúst:Ætluðum að reyna að sjokkera þá "Ég er frekar ósáttur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir tap hans manna fyrir FH. "Þetta hefði alveg mátt detta með okkur. Við fengum ágætis færi til að skora mörk, en boltinn vildi bara ekki inn. Það var meistaraheppni með FH-ingum, þótt þeir hefðu fengið ágætis færi til að bæta við mörkum. En ég hefði viljað fá a.m.k. eitt stig út úr þessum leik," sagði Ágúst en Fjölnismenn voru frakkir í leiknum. "Venjulega liggja lið niðri gegn FH, en við ætluðum að koma á þá og reyna að sjokkera þá og mér fannst það takast alveg ágætlega á köflum. "Við áttum svona 15-20 mínútur í hvorum hálfleik þar sem við vorum góðir, en boltinn vildi ekki inn. Markið þeirra kom á tíma þegar við vorum sterkir. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir leikinn í kvöld," sagði þjálfarinn, en sá hann hvað gerðist þegar leikmenn Fjölnis báðu um vítaspyrnu. "Ég sá það reyndar ekki. Sólin var beint á móti og þótt ég hafi verið með Ray Ban sólgleraugu, þá virkaði það ekki. Ég sé það kannski á myndbandi," sagði Ágúst að endingu.Róbert:Forréttindi að spila með liði eins og FH Róbert Örn Óskarsson átti fínan leik milli stanganna hjá FH í kvöld. En hvað fannst honum leggja grunninn að sigrinum á nýliðum Fjölnis? "Flott varnarvinna, fyrst og fremst, frá fremsta manni til þess aftasta og góð barátta og samstaða," sagði Róbert, en hver er lykilinn að þeim góða varnarleik sem FH hefur spilað í sumar? "Það er sama gamla klisjan. Liðið spilar sem ein heild, menn klára sínar stöður og sinna sínum hlutverkum og þá er hægt að gera góða hluti. "Það er frábært að spila fyrir aftan þessa vörn. Ég er rosalega ánægður með strákana og það eru forréttindi að fá að spila með liði eins og FH, sérstaklega á degi sem þessum. Ég nýt þess í botn," sagði markvörðurinn, en Róbert og félagar hans þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á sterku Fjölnisliði. "Þetta var mjög jafn leikur og við vissum að þeir myndu vera mjög baráttuglaðir. Þeir eru búnir að spila glimrandi vel og ég er búinn að vera mjög hrifinn af spilamennsku þeirra í sumar," sagði Róbert að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira