Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - KR 2-1 | Þriðja tap KR Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 11. júní 2014 12:29 Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira