Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - KR 2-1 | Þriðja tap KR Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 11. júní 2014 12:29 Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira