Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir enn taplausir Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. júní 2014 13:57 Vísir/Daníel Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að fyrri hálfleikur væri markalaus var hann allt annað en bragðdaufur. Bæði lið áttu góða kafla í hálfleiknum og fengu hættuleg færi. Fjölnir fékk fleiri færi og sóknarþungi liðsins var meiri en Keflavík fékk samt besta færi hálfleiksins þegar Paul McShane skallaði framhjá. Liðin spila ekki ólíkan fótbolta. Bæði lið verjast vel með öfluga varnarlínu og keyra upp hraðann þegar þau vinna boltann og sækja hratt. Þetta er fótbolti sem skemmtir áhorfendum og hefur skilað ágætum stigafjölda í hús í byrjun leiktíðar. Bæði mörkin komu eftir hraðar sóknir. Hörður Sveinsson heldur áfram að skora fyrir Keflavík og varamaðurinn Christopher Paul Tsonis jafnaði leikinn þegar skammt var eftir en Fjölnir náði að hressa upp á sóknarleik sinn er leið á seinni hálfleikinn með skiptingum sem gengu upp. Bæði lið vildu þrjú stig út úr leiknum en jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða. Jonas Fredrik Sandqvist bjargaði Keflvíkingum með nokkrum góðum markvörslum fyrir aftan annars sterka vörn sína en Keflavík hefði líka getað stolið þessu í lokin. Stigið lyfti Keflavík upp í annað sætið, upp fyrir Stjörnuna á markamun en Stjarnan á leik til góða á morgun. Fjölnir er enn í fjórða sæti, með tíu stig, stigi á eftir Keflavík. Halldór Kristinn: Stórkostlegt að spila við Fjölni„Það er leiðinlegt að missa niður þrjá punkta ef við getum sagt sem svo. Við vorum yfir þegar lítið var eftir. Það er alltaf hund fúlt þó við höfum ekki verið að spila okkar besta leik,“ sagði Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Keflavíkur. „Þeir eru þéttir fyrir varnarlega og sprengja sóknarlega. Þegar þeir sækja svona hratt þá myndast færi. Þeir voru duglegir að koma sér í ákjósanlega stöðu en mér fannst við verjast þessu ágætlega. „Ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit í þessum leik en bæði lið vilja betri úrslit. Við virðum stigið. „Mín reynsla af því að spila við Fjölni er stórkostleg. Alltaf frábærir leikir. Þetta eru sprækir strákar og mikil stemning í báðum liðum. Ætli við spilum ekki nokkuð svipaðan fótbolta,“ sagði Halldór Kristinn sem vill sjá liðið á sigurbraut á ný eftir þrjá leiki án sigurs í kjölfarið af því að liðið vann þrjá fyrstu leikina. „Við þurfum að fara að hugsa burt frá byrjuninni. Hún gefur okkur ekkert í komandi leikjum. Við vitum hvað við getum og erum að spila fínan varnarleik og mjög flottan sóknarleik á köflum. Við þurfum að byggja á það og þá fer þetta á okkar vel,“ sagði Halldór að lokum. Ágúst: Gott að fá stig á móti erfiðum liðum„Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn. Þetta er júmbóliðin í sumar og þetta var sanngjarnt. Við þurftum að jafna og gerðum það. Það er mikill karakter í liðinu og við fáum eitt stig á erfiðum útivelli,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Það er gaman að geta talað um að vera taplausir eftir hvern leik. Við töpuðum síðast í deild 29. ágúst 2013 þannig að þetta er búið að vera góð vinnusemi. „Þessi jafntefli gefa ekki mikið en að sjálfsögðu er alltaf gott að fá eitt stig á móti erfiðum liðum,“ sagði Ágúst en Fjölnir er nú búið að gera jafntefli í fjórum leikjum í röð í deildinni. „Þessi lið eru bæði þannig að þau vilja sækja hratt á andstæðingana og þetta var vítateiga á milli leikur. Við fengum nokkur góð færi en þeir fá leika eitthvað. „Völlurinn hérna var þungur og erfiður og við fengum leikmenn inn á með ferska fætur sem náðu að breyta tempóinu aðeins hjá okkur. Ég var mjög ánægður með það,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að fyrri hálfleikur væri markalaus var hann allt annað en bragðdaufur. Bæði lið áttu góða kafla í hálfleiknum og fengu hættuleg færi. Fjölnir fékk fleiri færi og sóknarþungi liðsins var meiri en Keflavík fékk samt besta færi hálfleiksins þegar Paul McShane skallaði framhjá. Liðin spila ekki ólíkan fótbolta. Bæði lið verjast vel með öfluga varnarlínu og keyra upp hraðann þegar þau vinna boltann og sækja hratt. Þetta er fótbolti sem skemmtir áhorfendum og hefur skilað ágætum stigafjölda í hús í byrjun leiktíðar. Bæði mörkin komu eftir hraðar sóknir. Hörður Sveinsson heldur áfram að skora fyrir Keflavík og varamaðurinn Christopher Paul Tsonis jafnaði leikinn þegar skammt var eftir en Fjölnir náði að hressa upp á sóknarleik sinn er leið á seinni hálfleikinn með skiptingum sem gengu upp. Bæði lið vildu þrjú stig út úr leiknum en jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða. Jonas Fredrik Sandqvist bjargaði Keflvíkingum með nokkrum góðum markvörslum fyrir aftan annars sterka vörn sína en Keflavík hefði líka getað stolið þessu í lokin. Stigið lyfti Keflavík upp í annað sætið, upp fyrir Stjörnuna á markamun en Stjarnan á leik til góða á morgun. Fjölnir er enn í fjórða sæti, með tíu stig, stigi á eftir Keflavík. Halldór Kristinn: Stórkostlegt að spila við Fjölni„Það er leiðinlegt að missa niður þrjá punkta ef við getum sagt sem svo. Við vorum yfir þegar lítið var eftir. Það er alltaf hund fúlt þó við höfum ekki verið að spila okkar besta leik,“ sagði Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Keflavíkur. „Þeir eru þéttir fyrir varnarlega og sprengja sóknarlega. Þegar þeir sækja svona hratt þá myndast færi. Þeir voru duglegir að koma sér í ákjósanlega stöðu en mér fannst við verjast þessu ágætlega. „Ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit í þessum leik en bæði lið vilja betri úrslit. Við virðum stigið. „Mín reynsla af því að spila við Fjölni er stórkostleg. Alltaf frábærir leikir. Þetta eru sprækir strákar og mikil stemning í báðum liðum. Ætli við spilum ekki nokkuð svipaðan fótbolta,“ sagði Halldór Kristinn sem vill sjá liðið á sigurbraut á ný eftir þrjá leiki án sigurs í kjölfarið af því að liðið vann þrjá fyrstu leikina. „Við þurfum að fara að hugsa burt frá byrjuninni. Hún gefur okkur ekkert í komandi leikjum. Við vitum hvað við getum og erum að spila fínan varnarleik og mjög flottan sóknarleik á köflum. Við þurfum að byggja á það og þá fer þetta á okkar vel,“ sagði Halldór að lokum. Ágúst: Gott að fá stig á móti erfiðum liðum„Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn. Þetta er júmbóliðin í sumar og þetta var sanngjarnt. Við þurftum að jafna og gerðum það. Það er mikill karakter í liðinu og við fáum eitt stig á erfiðum útivelli,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Það er gaman að geta talað um að vera taplausir eftir hvern leik. Við töpuðum síðast í deild 29. ágúst 2013 þannig að þetta er búið að vera góð vinnusemi. „Þessi jafntefli gefa ekki mikið en að sjálfsögðu er alltaf gott að fá eitt stig á móti erfiðum liðum,“ sagði Ágúst en Fjölnir er nú búið að gera jafntefli í fjórum leikjum í röð í deildinni. „Þessi lið eru bæði þannig að þau vilja sækja hratt á andstæðingana og þetta var vítateiga á milli leikur. Við fengum nokkur góð færi en þeir fá leika eitthvað. „Völlurinn hérna var þungur og erfiður og við fengum leikmenn inn á með ferska fætur sem náðu að breyta tempóinu aðeins hjá okkur. Ég var mjög ánægður með það,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira