Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Víkingur 1-0 | Enn skorar Atli Viðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2014 14:01 Vísir / Vilhelm Gunnarsson Þriðja mark Atla Viðars Björnssonar í sumar tryggði FH 1-0 sigur á Víkingi R. í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur; héldu boltanum vel og settu Víkinga undir mikla pressu sem þeir áttu í vandræðum með að leysa.Atlarnir, Viðar Björnsson og Guðnason gerðu sig líklega til að skora snemma leiks, en það var Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem komst næst því að skora fyrir FH á 12. mínútu þegar skot hans fyrir utan vítateig hafnaði í slá Víkingsmarksins. Atli Viðar fékk sömuleiðis gott færi til að skora á 29. mínútu, en hann náði ekki miklum krafti í skotið sem Ingvar Þór Kale átti ekki í miklum vandræðum með. Annars vörðust gestirnir vel. Varnarlínan lá aftarlega og fyrir framan hana voru fyrirliðinn Igor Taskovic og Kristinn Magnússon sterkir. Víkingar áttu hins vegar varla teljandi sókn í fyrri hálfleiknum og þeir hefðu að ósekju mátt vera hugrakkari að halda boltanum eins og Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við undirritaðan eftir leik. Það er ekkert leyndarmál að sóknarleikur Víkinga stendur og fellur með Aroni Elís Þrándarsyni og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ólaf hversu háð liðið er þessum tvítuga strák í sóknarleiknum. Aron kom inn á í hálfleik ásamt Agnari Darra Sverrissyni og hann lífgaði sóknarleik Víking við. Með innkomu hans náðu Víkingar að halda boltanum betur og þeir fóru að ógna marki FH. Aron átti tvær ágætar tilraunir, en það var á 64. mínútu sem Víkingar fengu sitt besta færi þegar Pape Mamadou Faye slapp einn í gegnum FH-vörnina eftir stungusendingu Todors Hristov. Pape reyndi að skjóta boltanum milli fóta Róberts Arnars Óskarssonar sem sá við framherjanum og varði vel. Þetta reyndist vendipunktur leiksins. Tíu mínútum síðar slapp Atli Viðar í gegnum Víkingsvörnina eftir þríhyrningsspil við varamanninn Sam Hewson og Dalvíkingnum urðu ekki á nein mistök, ólíkt kollega sínum í Víkingsliðinu. Eftir markið spiluðu FH-ingar sinn besta fótbolta í leiknum. Þeir héldu boltanum vel og drógu smám saman kraftinn úr Víkingsliðinu. Heimamenn fengu svo kjörið tækifæri til að bæta við forystuna þegar Tómas Guðmundsson braut á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Ingimundur Níels Óskarsson steig á punktinn en Ingvar varði spyrnu hans frábærlega. Fleiri urðu mörkin ekki og FH-ingar fögnuðu sínum fjórða sigri í sumar. Hafnfirðingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar með 14 stig, þremur fleiri en Keflavík sem gerði jafntefli við Fjölni í kvöld. FH hefur aðeins skorað átta mörk í leikjunum sex og sóknarleikur liðsins hefur ekki verið jafn öflugur og við höfum átt að venjast. Vörnin hefur hins vegar verið ógnarsterk, en FH hefur haldið fjórum sinnum hreinu í deildinni. Víkingar spiluðu fínan leik og áttu alla möguleika á að fara heim með stig. Færið sem Pape misnotaði reyndist þeim hins vegar dýrkeypt, sem og augnabliks einbeitingarleysi í vörninni þegar Atli Viðar slapp í gegn. Víkingar eru samt sem áður í ágætis málum með sjö stig í 7. sæti deildarinnar. Stuðningsmenn liðsins hljóta hins vegar að krossleggja fingur og vonast til að Aron Elís haldist heill. Annars gæti farið illa. Heimir: Með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga beturVísir/Vilhelm"Það sem skóp sigurinn var að Atli Viðar Björnsson var réttur maður á réttum stað og kláraði þetta fyrir okkur, en leikur liðsins hefði á köflum mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir sigur hans manna á Víkingum í kvöld. FH-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér mikið af góðum færum. "Það sem var að í fyrri hálfleik, og einnig í þeim seinni, var að við vorum að spila boltanum of mikið í sömu svæðunum í staðinn fyrir að færa boltann milli vængjanna og hreyfa Víkinganna til. "Víkingar spiluðu mjög vel fyrstu 20-25 mínúturnar í seinni hálfleik og þá vorum við ekki nógu nálægt mönnunum okkar, vorum of staðir og áttum of margar lélegar sendingar," sagði Heimir, en tvöfalda skiptingin sem hann gerði á 70. mínútu virkaði mjög vel. "Mér fannst þeir lífga upp á leik liðsins. Bæði Ingimundur Níels Óskarsson og Sam Hewson eru frábærir leikmenn og með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga betur. Hann tók boltann og skipti honum milli kanta og Ingimundur var einnig frískur." FH situr í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki. En hefur Heimir áhyggjur af því að FH skuli ekki vera búið að skora nema átta mörk í leikjunum sex. "Nei, við höfum ekki áhyggjur af sóknarleiknum, en við þurfum að skora meira," sagði Heimir að lokum. Ólafur: Vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm"Það er auðvitað ljóst að í staðinn fyrir að komast í 1-0, þá lendum við undir skömmu síðar. Auðvitað er mikilvægt að menn klári færin sín, en því miður hafa FH-ingar það mikil gæði að þeir þurfa ekki mörg færi til að skora. Á meðan þurfum við kannski helmingi fleiri færi en þeir til að skora mörk," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um færið sem Pape Mamadou Faye fékk eftir rúmlega klukkutíma leik. Víkingar spiluðu sterkan varnarleik lengst af leiks, en Ólafur var óánægður með sóknarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum. "Við náðum að loka mjög vel á þá allan fyrri hálfleikinn, en það olli okkur smá vandræðum að við þorðum ekki að spila boltanum. Við vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleik, en með innkomu Arons (Elísar Þrándarsonar) þá fengum við leikmann sem hélt boltanum vel og hann kom með meiri gæði í sóknarleik okkar. "Það vantaði bara pung á okkur til að spila fótbolta í fyrri hálfleik, það er ósköp einfalt mál," sagði Ólafur og bætti við: "Við eigum 3-4 skot í seinni hálfleik, öll lengst út í bláinn og ekkert á rammann. Frumskilyrðið fyrir því að skora mörk er að hitta á rammann og það tókst ekki hjá okkur í dag." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Þriðja mark Atla Viðars Björnssonar í sumar tryggði FH 1-0 sigur á Víkingi R. í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur; héldu boltanum vel og settu Víkinga undir mikla pressu sem þeir áttu í vandræðum með að leysa.Atlarnir, Viðar Björnsson og Guðnason gerðu sig líklega til að skora snemma leiks, en það var Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem komst næst því að skora fyrir FH á 12. mínútu þegar skot hans fyrir utan vítateig hafnaði í slá Víkingsmarksins. Atli Viðar fékk sömuleiðis gott færi til að skora á 29. mínútu, en hann náði ekki miklum krafti í skotið sem Ingvar Þór Kale átti ekki í miklum vandræðum með. Annars vörðust gestirnir vel. Varnarlínan lá aftarlega og fyrir framan hana voru fyrirliðinn Igor Taskovic og Kristinn Magnússon sterkir. Víkingar áttu hins vegar varla teljandi sókn í fyrri hálfleiknum og þeir hefðu að ósekju mátt vera hugrakkari að halda boltanum eins og Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við undirritaðan eftir leik. Það er ekkert leyndarmál að sóknarleikur Víkinga stendur og fellur með Aroni Elís Þrándarsyni og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ólaf hversu háð liðið er þessum tvítuga strák í sóknarleiknum. Aron kom inn á í hálfleik ásamt Agnari Darra Sverrissyni og hann lífgaði sóknarleik Víking við. Með innkomu hans náðu Víkingar að halda boltanum betur og þeir fóru að ógna marki FH. Aron átti tvær ágætar tilraunir, en það var á 64. mínútu sem Víkingar fengu sitt besta færi þegar Pape Mamadou Faye slapp einn í gegnum FH-vörnina eftir stungusendingu Todors Hristov. Pape reyndi að skjóta boltanum milli fóta Róberts Arnars Óskarssonar sem sá við framherjanum og varði vel. Þetta reyndist vendipunktur leiksins. Tíu mínútum síðar slapp Atli Viðar í gegnum Víkingsvörnina eftir þríhyrningsspil við varamanninn Sam Hewson og Dalvíkingnum urðu ekki á nein mistök, ólíkt kollega sínum í Víkingsliðinu. Eftir markið spiluðu FH-ingar sinn besta fótbolta í leiknum. Þeir héldu boltanum vel og drógu smám saman kraftinn úr Víkingsliðinu. Heimamenn fengu svo kjörið tækifæri til að bæta við forystuna þegar Tómas Guðmundsson braut á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Ingimundur Níels Óskarsson steig á punktinn en Ingvar varði spyrnu hans frábærlega. Fleiri urðu mörkin ekki og FH-ingar fögnuðu sínum fjórða sigri í sumar. Hafnfirðingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar með 14 stig, þremur fleiri en Keflavík sem gerði jafntefli við Fjölni í kvöld. FH hefur aðeins skorað átta mörk í leikjunum sex og sóknarleikur liðsins hefur ekki verið jafn öflugur og við höfum átt að venjast. Vörnin hefur hins vegar verið ógnarsterk, en FH hefur haldið fjórum sinnum hreinu í deildinni. Víkingar spiluðu fínan leik og áttu alla möguleika á að fara heim með stig. Færið sem Pape misnotaði reyndist þeim hins vegar dýrkeypt, sem og augnabliks einbeitingarleysi í vörninni þegar Atli Viðar slapp í gegn. Víkingar eru samt sem áður í ágætis málum með sjö stig í 7. sæti deildarinnar. Stuðningsmenn liðsins hljóta hins vegar að krossleggja fingur og vonast til að Aron Elís haldist heill. Annars gæti farið illa. Heimir: Með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga beturVísir/Vilhelm"Það sem skóp sigurinn var að Atli Viðar Björnsson var réttur maður á réttum stað og kláraði þetta fyrir okkur, en leikur liðsins hefði á köflum mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir sigur hans manna á Víkingum í kvöld. FH-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér mikið af góðum færum. "Það sem var að í fyrri hálfleik, og einnig í þeim seinni, var að við vorum að spila boltanum of mikið í sömu svæðunum í staðinn fyrir að færa boltann milli vængjanna og hreyfa Víkinganna til. "Víkingar spiluðu mjög vel fyrstu 20-25 mínúturnar í seinni hálfleik og þá vorum við ekki nógu nálægt mönnunum okkar, vorum of staðir og áttum of margar lélegar sendingar," sagði Heimir, en tvöfalda skiptingin sem hann gerði á 70. mínútu virkaði mjög vel. "Mér fannst þeir lífga upp á leik liðsins. Bæði Ingimundur Níels Óskarsson og Sam Hewson eru frábærir leikmenn og með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga betur. Hann tók boltann og skipti honum milli kanta og Ingimundur var einnig frískur." FH situr í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki. En hefur Heimir áhyggjur af því að FH skuli ekki vera búið að skora nema átta mörk í leikjunum sex. "Nei, við höfum ekki áhyggjur af sóknarleiknum, en við þurfum að skora meira," sagði Heimir að lokum. Ólafur: Vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm"Það er auðvitað ljóst að í staðinn fyrir að komast í 1-0, þá lendum við undir skömmu síðar. Auðvitað er mikilvægt að menn klári færin sín, en því miður hafa FH-ingar það mikil gæði að þeir þurfa ekki mörg færi til að skora. Á meðan þurfum við kannski helmingi fleiri færi en þeir til að skora mörk," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um færið sem Pape Mamadou Faye fékk eftir rúmlega klukkutíma leik. Víkingar spiluðu sterkan varnarleik lengst af leiks, en Ólafur var óánægður með sóknarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum. "Við náðum að loka mjög vel á þá allan fyrri hálfleikinn, en það olli okkur smá vandræðum að við þorðum ekki að spila boltanum. Við vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleik, en með innkomu Arons (Elísar Þrándarsonar) þá fengum við leikmann sem hélt boltanum vel og hann kom með meiri gæði í sóknarleik okkar. "Það vantaði bara pung á okkur til að spila fótbolta í fyrri hálfleik, það er ósköp einfalt mál," sagði Ólafur og bætti við: "Við eigum 3-4 skot í seinni hálfleik, öll lengst út í bláinn og ekkert á rammann. Frumskilyrðið fyrir því að skora mörk er að hitta á rammann og það tókst ekki hjá okkur í dag."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira