Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Þór 3-2 | Pape sökkti Þórsurum Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli skrifar 9. júní 2014 13:03 Pape fagnar í dag. vísir/pjetur Víkingar komust upp að hlið KR og Fjölnis með 3-2 sigri á Þór í fyrsta leik sumarsins á Víkingsvelli. Heimamenn virtust kunna vel við sig á grasinu, en þeir tóku strax frumkvæðið í leiknum. Víkingar héldu boltanum vel, voru yfirvegaðir og öruggir, en það tók þá tíma að sigrast á Þórsvörninni sem hélt vel í upphafi leiks. Maður hafði það samt alltaf á tilfinningunni að hún myndi opnast og það gerðist eftir 20 mínútna leik. Dofri Snorrason þræddi þá boltann í gegnum vörnina á Pape Mamadou Faye sem afgreiddi boltann í netið framhjá Sandor Matus í marki Þórs. Það gerðist fátt markvert næstu mínúturnar en Víkingar voru þó með fulla stjórn á leiknum. Þórsarar héldu boltanum illa og sóknarleikur þeirra var afar ómarkviss. Jóhann Helgi Hannesson var að vanda duglegur í framlínunni en hann fékk ekki úr neinu að moða.Aron Elís Þrándarson var nálægt því að bæta öðru marki við þegar skot hans small í slá Þórsmarksins. Skömmu síðar gerði Matus vel þegar hann varði skalla Halldórs Smára Sigurðssonar eftir hornspyrnu. Það var svo á lokamínútu fyrri hálfleiks sem Pape bætti við öðru marki Víkinga og sínu fjórða marki í sumar eftir sendingu frá Kristni Magnússyni.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, gerði tvöfalda skiptingu og nokkrar tilfærslur í hálfleik sem virkuðu ágætlega. Allavega skánaði leikur liðsins, þótt Norðanmenn ættu enn erfitt með að halda boltanum. Víkingar voru þó enn með stjórn á leiknum og það reyndi ekki mikið á vörn þeirra. Heimamenn bættu smám saman í og voru líklegir til að bæta við marki. Það fór þó ekki svo því það voru Þórsarar sem minnkuðu muninn á 76. mínútu, en þar var að verki Jóhann Helgi eftir góða skyndisókn gestanna. Hann fékk boltann inn fyrir Víkingsvörnina og skoraði framhjá Sigurði Hrannari Björnssyni sem var kominn í mark Víkings fyrir Ingvar Þór Kale sem fór meiddur af velli á 69. mínútu. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en Aron Elís gerði út um þær vonir þegar hann skoraði þriðja mark Víkinga. Hann fékk boltann inn fyrir fáliðaða vörn Þórsara, lék á Matus og renndi boltanum í autt markið. Jóhann Helgi, sem var langbesti maður Þórs í leiknum, var hins vegar ekki hættur og minnkaði muninn á ný á annarri mínútu í uppbótartíma. Markið var hálf farsakennt, en flestir leikmenn Víkings voru hættir enda hafði línuvörðurinn lyft flaggi sínu á loft. Tíminn var hins vegar of naumur fyrir Þórsara og Víkingar fögnuðu sínum þriðja sigri í sumar. Víkingar lögðu grunninn að sigrinum með góðri og sannfærandi spilamennsku í fyrri hálfleik, þar sem heildarbragurinn á liðinu var mjög góður. Igor Taskovic átti frábæran leik í liði Víkings, en hann hefur byrjað tímabilið mjög vel og í raun spilað betur en hann gerði í 1. deildinni í fyrra. Pape og Aron Elís voru alltaf hættulegir, en sá fyrrnefndi virðist vera kominn í fantaform eftir erfið meiðsli. Þórsarar voru skelfilega slakir í fyrri hálfleik og margir leikmenn liðsins litu afar illa út í leiknum, enginn þó verr en Hlynur Atli Magnússon sem átti afar erfitt uppdráttar í leiknum. Norðanmenn geta tekið nokkur jákvæð atriði út úr seinni hálfleiknum, en þeir verða að bæta spilamennsku sína ef ekki á illa að fara.Ólafur: Mátt aldrei sýna þeim litla putta "Þetta voru mikilvæg stig, þetta var sex stiga leikur fyrir okkur," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir sigur hans manna á Þór í kvöld. "Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik, en við áttum nóg af færum allan leikinn og líklega fleiri færi í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við þurfum bara að klára þau betur. "Við hleyptum þeim of auðveldlega inn í leikinn í lokin þegar við fáum þetta annað mark á okkur. Það var óttalegur klaufagangur, línuvörðurinn veifaði brot, það hættu allir í vörninni og Þórsararnir skoruðu," sagði Ólafur, en fannst honum sínir menn vera of rólegir í seinni hálfleik? "Nei, ég held að við höfum bara verið of passívir. Við bökkuðum of aftarlega og um leið og það gerðist fóru Þórsarar að dæla löngum boltum inn á teiginn og þá lentum við í basli." Þórsarar voru mjög slakir í fyrri hálfleik, en komu þeir Ólafi á óvart? "Það má kannski segja sem svo að við höfðum meiri yfirburði í leiknum en ég hafði reiknað með. En Þórsararnir komu ekkert á óvart. Þeir berjast eins og ljón og það má aldrei sýna þeim litla putta því þá eru þeir búnir að rífa af þér hendina og það munaði engu að það gerðist í dag," sagði Ólafur sem var ánægður með frammistöðu markaskoranna í leiknum? "Pape skoraði tvö mörk, sem var frábært og Aron kemur líka inn og skorar sem er mjög jákvætt."Páll Viðar: Áttum erfitt með að hemja boltann "Slök frammistaða í fyrri hálfleik varð okkur að falli í dag," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir tapið fyrir Víkingum í kvöld. "Við vorum greinilega ekki tilbúnir á blautu grasinu, áttum í erfiðleikum með að hemja boltann og fáum á okkur tvö mörk. Það er hálf erfitt að þurfa enn og aftur að girða sig í brók til að vinna upp forskot. "Við náðum að minnka muninn í 2-1 og það var nægur tími eftir, en þriðja markið var kjaftshögg, þó svo við hefðum bætt við marki í lokin. Við hefðum viljað ná einu stigi en við verðum bara að bíða og reyna við næsta leik," sagði Páll, en hvað fannst honum helst vanta upp á í leik sinna manna í fyrri hálfleik? "Það sáu það allir, við náðum ekki að hemja boltann og áttum í vandræðum með móttökur og sendingar og að halda boltanum. Við létum Víkingana líta mjög vel út og þeir skoruðu tvö góð mörk og voru klassa betri en við í fyrri hálfleik," sagði Páll sem gat tekið sitthvað jákvætt út úr seinni hálfleiknum. "Við skoruðum tvö mörk og vorum betur á tánum, en það er hvimleitt að vera alltaf bara ánægður með hluta og hluta úr leikjum. Baráttan heldur áfram hjá okkur," sagði Páll að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Víkingar komust upp að hlið KR og Fjölnis með 3-2 sigri á Þór í fyrsta leik sumarsins á Víkingsvelli. Heimamenn virtust kunna vel við sig á grasinu, en þeir tóku strax frumkvæðið í leiknum. Víkingar héldu boltanum vel, voru yfirvegaðir og öruggir, en það tók þá tíma að sigrast á Þórsvörninni sem hélt vel í upphafi leiks. Maður hafði það samt alltaf á tilfinningunni að hún myndi opnast og það gerðist eftir 20 mínútna leik. Dofri Snorrason þræddi þá boltann í gegnum vörnina á Pape Mamadou Faye sem afgreiddi boltann í netið framhjá Sandor Matus í marki Þórs. Það gerðist fátt markvert næstu mínúturnar en Víkingar voru þó með fulla stjórn á leiknum. Þórsarar héldu boltanum illa og sóknarleikur þeirra var afar ómarkviss. Jóhann Helgi Hannesson var að vanda duglegur í framlínunni en hann fékk ekki úr neinu að moða.Aron Elís Þrándarson var nálægt því að bæta öðru marki við þegar skot hans small í slá Þórsmarksins. Skömmu síðar gerði Matus vel þegar hann varði skalla Halldórs Smára Sigurðssonar eftir hornspyrnu. Það var svo á lokamínútu fyrri hálfleiks sem Pape bætti við öðru marki Víkinga og sínu fjórða marki í sumar eftir sendingu frá Kristni Magnússyni.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, gerði tvöfalda skiptingu og nokkrar tilfærslur í hálfleik sem virkuðu ágætlega. Allavega skánaði leikur liðsins, þótt Norðanmenn ættu enn erfitt með að halda boltanum. Víkingar voru þó enn með stjórn á leiknum og það reyndi ekki mikið á vörn þeirra. Heimamenn bættu smám saman í og voru líklegir til að bæta við marki. Það fór þó ekki svo því það voru Þórsarar sem minnkuðu muninn á 76. mínútu, en þar var að verki Jóhann Helgi eftir góða skyndisókn gestanna. Hann fékk boltann inn fyrir Víkingsvörnina og skoraði framhjá Sigurði Hrannari Björnssyni sem var kominn í mark Víkings fyrir Ingvar Þór Kale sem fór meiddur af velli á 69. mínútu. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en Aron Elís gerði út um þær vonir þegar hann skoraði þriðja mark Víkinga. Hann fékk boltann inn fyrir fáliðaða vörn Þórsara, lék á Matus og renndi boltanum í autt markið. Jóhann Helgi, sem var langbesti maður Þórs í leiknum, var hins vegar ekki hættur og minnkaði muninn á ný á annarri mínútu í uppbótartíma. Markið var hálf farsakennt, en flestir leikmenn Víkings voru hættir enda hafði línuvörðurinn lyft flaggi sínu á loft. Tíminn var hins vegar of naumur fyrir Þórsara og Víkingar fögnuðu sínum þriðja sigri í sumar. Víkingar lögðu grunninn að sigrinum með góðri og sannfærandi spilamennsku í fyrri hálfleik, þar sem heildarbragurinn á liðinu var mjög góður. Igor Taskovic átti frábæran leik í liði Víkings, en hann hefur byrjað tímabilið mjög vel og í raun spilað betur en hann gerði í 1. deildinni í fyrra. Pape og Aron Elís voru alltaf hættulegir, en sá fyrrnefndi virðist vera kominn í fantaform eftir erfið meiðsli. Þórsarar voru skelfilega slakir í fyrri hálfleik og margir leikmenn liðsins litu afar illa út í leiknum, enginn þó verr en Hlynur Atli Magnússon sem átti afar erfitt uppdráttar í leiknum. Norðanmenn geta tekið nokkur jákvæð atriði út úr seinni hálfleiknum, en þeir verða að bæta spilamennsku sína ef ekki á illa að fara.Ólafur: Mátt aldrei sýna þeim litla putta "Þetta voru mikilvæg stig, þetta var sex stiga leikur fyrir okkur," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir sigur hans manna á Þór í kvöld. "Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik, en við áttum nóg af færum allan leikinn og líklega fleiri færi í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við þurfum bara að klára þau betur. "Við hleyptum þeim of auðveldlega inn í leikinn í lokin þegar við fáum þetta annað mark á okkur. Það var óttalegur klaufagangur, línuvörðurinn veifaði brot, það hættu allir í vörninni og Þórsararnir skoruðu," sagði Ólafur, en fannst honum sínir menn vera of rólegir í seinni hálfleik? "Nei, ég held að við höfum bara verið of passívir. Við bökkuðum of aftarlega og um leið og það gerðist fóru Þórsarar að dæla löngum boltum inn á teiginn og þá lentum við í basli." Þórsarar voru mjög slakir í fyrri hálfleik, en komu þeir Ólafi á óvart? "Það má kannski segja sem svo að við höfðum meiri yfirburði í leiknum en ég hafði reiknað með. En Þórsararnir komu ekkert á óvart. Þeir berjast eins og ljón og það má aldrei sýna þeim litla putta því þá eru þeir búnir að rífa af þér hendina og það munaði engu að það gerðist í dag," sagði Ólafur sem var ánægður með frammistöðu markaskoranna í leiknum? "Pape skoraði tvö mörk, sem var frábært og Aron kemur líka inn og skorar sem er mjög jákvætt."Páll Viðar: Áttum erfitt með að hemja boltann "Slök frammistaða í fyrri hálfleik varð okkur að falli í dag," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir tapið fyrir Víkingum í kvöld. "Við vorum greinilega ekki tilbúnir á blautu grasinu, áttum í erfiðleikum með að hemja boltann og fáum á okkur tvö mörk. Það er hálf erfitt að þurfa enn og aftur að girða sig í brók til að vinna upp forskot. "Við náðum að minnka muninn í 2-1 og það var nægur tími eftir, en þriðja markið var kjaftshögg, þó svo við hefðum bætt við marki í lokin. Við hefðum viljað ná einu stigi en við verðum bara að bíða og reyna við næsta leik," sagði Páll, en hvað fannst honum helst vanta upp á í leik sinna manna í fyrri hálfleik? "Það sáu það allir, við náðum ekki að hemja boltann og áttum í vandræðum með móttökur og sendingar og að halda boltanum. Við létum Víkingana líta mjög vel út og þeir skoruðu tvö góð mörk og voru klassa betri en við í fyrri hálfleik," sagði Páll sem gat tekið sitthvað jákvætt út úr seinni hálfleiknum. "Við skoruðum tvö mörk og vorum betur á tánum, en það er hvimleitt að vera alltaf bara ánægður með hluta og hluta úr leikjum. Baráttan heldur áfram hjá okkur," sagði Páll að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira