Enski boltinn

Wenger framlengdi til 2017

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger batt enda á allar sögusagnir að tíma hans hjá Arsenal væri að ljúka með því að skrifa undir framlengingu á samningi sínum í dag. Samningurinn nær til ársins 2017 en þá hefur Arsene Wenger stjórnað liði Arsenal í 21 ár.

Arsenal vann loksins bikar á þessu tímabili eftir níu ár án titils þegar þeir unnu Hull í úrslitum enska bikarsins á Wembley. Mikil pressa var á Wenger að skila loksins titli en aðdáendur liðsins voru orðnir ansi hungraðir í titil.

Wenger tók við taumunum hjá Arsenal 1996 og náði frábærum árangri á fyrstu árum sínum hjá félaginu. Hápunkturinn var þegar lið hans fór í gegn um heila leiktíð án þess að tapa leik tímabilið 2003-2004.

"Framundan eru spennandi tímar og við munum reyna að halda áfram að ná árangri. Leikmannahópurinn er sterkur og félagið er vel statt fjárhagslega sem leiðir vonandi til aukins árangurs á næstkomandi árum"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×