Erlent

Þrír látnir og þrjátíu saknað eftir námuslys

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að minnsta kosti þrír létu lífið í slysinu.
Að minnsta kosti þrír létu lífið í slysinu. vísir/afp
Þrír létu lífið í Kólumbíu í dag þegar gullnáma í suðvesturhluta landsins hrundi. Ekki er vitað um afdrif um þrjátíu til viðbótar sem nú er reynt að bjarga. Þó er sú tala sögð ónákvæm þar sem starfsemi námunnar var ólögleg.

Kólumbískir fjölmiðlar segja þúsundir tonna af leðju og grjóti umlykja leitarsvæðið og njóta leitarmenn aðstoðar þefhunda.

Fjórir námumenn létu lífið í annari ólöglegri námu í norðvesturhluta landsins á föstudag. Létust þeir vegna gaseitrunar og 65 aðrir urðu fyrir eitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×