Erlent

62 táningar handteknir fyrir hrekk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt.
62 nemendur í Teaneck framhaldsskólanum í New York fylki voru handteknir í nótt eftir innbrot í sinn eigin skóla.

Um hrekk var að ræða sem lögreglu- og skólayfirvöld höfðu ekki mikinn húmor fyrir. Skólaborðum var snúið við, migið var á göngunum, olía var borin á hurðarhúna og uppblásnum blöðrum dreift um skólann.

„Ég hef unnið sem lögga í nítján ár og þetta er það klikkaðasta sem ég hef nokkru sinni séð,“ er haft eftir lögreglumanninum John Garland sem kallaður var á vettvang á þriðja tímanum um nóttina.

Nemendurnir ýmist földu sig í skólanum eða reyndu að flýja lögreglu. Þeir sögðu einfaldlega um saklausan hrekk að ræða. Vegna fjölda nemendanna varð að selflytja nemendurna úr skólanum á lögreglustöðina. Þeim 38 nemendur sem eru undir lögaldri var komið í foreldrahús. Hinir 24 eru átján ára og verða ákærðir fyrir innbrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×