Erlent

Curiosity boraði á mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Selfie af Curiosity vélmenninu á mars.
Selfie af Curiosity vélmenninu á mars. Mynd/NASA
Marsjeppinn boraði í fyrsta sinn í eitt ár og tók jarðsýni af yfirborði mars. Vísindamenn munu svo fara yfir niðurstöður úr greiningu jarðvegsins.

Á því ári sem liðið er síðan vélmennið boraði síðast, hefur það ferðast um fimm kílómetra vegalengd í átt að háu fjalli í miðju Gale gígsins á mars.

Í síðustu borun vélmennisins fundust vísbendingar um fornt vatsnból og fengu vísindamenn vísbendingar um hvernig umhverfið var í gígnum fyrir milljörðum ára.

Niðurstöðurnar þá gáfu í skyn að umhverfið hefði mögulega getað stutt líf á svæðinu.

Áður en borun hófst þurfti að ákveða hvar best væri að bora.Mynd/Nasa
...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×