Erlent

Áhyggjufullir foreldrar hringdu á lögreglu vegna lesturs barna sinna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Með bókina alræmdu.
Með bókina alræmdu.
Foreldrar í Idaho í Bandaríkjunum hringdu á lögregluna í síðustu viku og tilkynntu til hennar unglingsstúlkuna Brady Kissel. Sú hafði gerst svo djörf að standa fyrir dreifingu bókar sem hafið verið bönnuð bönnuð og tekin úr námsefni menntaskólans Junior Mountain.

Lögreglan sagði í samtali við sjónvarpsstöðina KBOI að hún hefði verið kölluð til þar sem einhverjir hefðu haf áhyggjur af því að unglingar væru að sækja sér bækur án leyfis foreldra sinna.

Bannaða bókin er skáldsagan „The Absolutely True Diary“ sem skrifuð er sérstaklega fyrir ungt fólk. Bókin sem vann til verðlauna þegar hún kom út árið 2007 hefur verið vinsæl meðal ungs fólks. Í bókinni er fjallað um ýmislegt sem tengist því að vaxa úr grasi. Meðal annars er fjallað um hvernig sé að vera af hinum ýmsu kynþáttum og kynlíf, meðal annars sjálfsfróun.

350 unglingar mótmæltu 

Kynlífshluti bókarinnar fór fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum barna í menntaskólanum Junior Mountain. Því var ákveðið að fjarlægja bókina úr námsefninu.

Nokkrir unglingar í skólanum voru ekki á eitt sáttir við þessa ákvörðun. Þeir hófu því að safna undirskriftum í því skyni að fá bókina aftur sem hluta námsefnis. 350 undirskriftir söfnuðust en það þykir nokkuð gott miðað við að málsstaðurinn var lestur bókar.

Bókaverslun í bænum ákvað að hefja söfnun til þess geta keypt bók handa hverjum ungling sem skrifaði hafði undir. Söfnunin gekk nógu vel til þess að hægt var að kaupa bók handa öllum.

Verslunin vann í samstarfi við unglingsstúlkuna Kissel við að dreifa bókunum til unglinganna. Allir komu og fengu eintak fyrir utan 20. Áhyggjufullir foreldrar hringdu á lögregluna vegna þessa.  

Lögreglan sagðist lítið geta gert í málinu og fengu Kissel og bókaverslunin því að halda áfram að dreifa bókinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×