Enski boltinn

Liverpool með fleiri mörk í fyrri hálfleik heldur en United í heildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling hljóp beint til knattspyrnustjórans.
Raheem Sterling hljóp beint til knattspyrnustjórans. Vísir/Getty
Liverpool skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikur liðanna stendur nú yfir á Carrow Road í Norwich og með sigri nær Liverpool fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Raheem Sterling og Luis Suarez skoruðu báðir á fyrstu ellefu mínútunum í leiknum sem þýðir að Liverpool hefur nú skorað 59 mörk í fyrri hálfleik í 35 leikjum í deildinni á tímabilinu eða 21 marki meira en næsta lið (Manchester City, 38).

Liverpool hefur þar með skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik heldur en sextán af nítján liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa skorað samtals í báðum hálfleikjum leikja sinna.

Þetta gerir fleiri mörk fyrir hlé heldur en öll önnur lið deildarinnar nema Manchester City (88) og Chelsea (67) auk þess að Arsenal hefur skorað jafnmörg mörk samtals og Liverpool-liðið í fyrri hálfleik.

Manchester United hefur sem dæmi skorað 56 mörk í deildinni, þremur færri en Liverpool hefur skorað á fyrstu 45 mínútunum í sínum leikjum.

Luis Suarez er kominn með 17 mörk í fyrri hálfleik á tímabilinu og Daniel Sturridge er með þrettán af tuttugu mörkum sínum fyrir hlé.

Raheem Sterling kom Liverpool í 1-0.Vísir/Getty
Luis Suarez skorar annað mark Liverpool.Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×