Erlent

Að minnsta kosti fimmtíu féllu í sprengjuárásum í Sýrlandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá Homs í dag.
Frá Homs í dag. vísir/afp
Að minnsta kostu 37 týndu lífi í sprengjuárásum í borginni Homs í Sýrlandi í dag og eru tugir sagðir særðir.

Fyrr í dag féllu að minnsta kosti fjórtán í eldflaugaárás á tæknistofnun í Damaskus, höfuðborg landsins, og særðust meira en áttatíu.

Í gær tilkynnti Bashar al-Assad Sýrlandsforseti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Gerði hann þar með vonir um hann léti af embætti til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu að engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×