Viðmiðum Kyoto náð en vistsporið risastórt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2014 14:49 Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna. Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna.
Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira